fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Umdeild auglýsing frá Geir Ólafs tekin úr birtingu

Fókus
Þriðjudaginn 24. október 2023 08:26

Geir Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsauglýsing tónlistarmannsins Geirs Ólafssonar fyrir Las Vegas-jólatónleika hans var tekin úr birtingu í gær. Vísir greindi frá málinu í morgun.

„Bjóddu konunni þinni á mjög heita kvöldstund. Hún launar þér það þegar þið komið heim. Las Vegas Christmas Show. Tryggðu þér miða á Tix.is,“ sagði í auglýsingunni.

Miðasalan Tix birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni síðdegis í gær þar sem fram kom að umrædd auglýsing samræmdist ekki með neinum hætti stefnu né viðhorfi fyrirtækisins.

Þó var tekið fram að auglýsingin tengdist ekki Tix miðasölu eða væri borin undir fyrirtækið. Þar sem Tix var nefnt á nafn í auglýsingunni virðist fyrirtækið hafa séð sig knúið til að senda út fyrrgreinda yfirlýsingu.

„Í kjölfar ábendingar frá viðskiptavin um tilvist auglýsingarinnar var haft samband við viðburðarhaldara og auglýsingin tekin úr birtingu. Tix miðasala styður heilshugar baráttu gegn ofbeldismenningu og harmar birtingu á þessari auglýsingu.“

Geir ræddi málið við Vísi og sagðist ekki vilja búa til vandræði að óþörfu og því hafi auglýsingin verið tekin úr loftinu. Hann skammist sín þó ekkert fyrir auglýsinguna enda sé hún „byggð á sannsögulegum viðburðum“ eins og það er orðað.

Geir sagðist enn fremur vera stoltur af umræddum tónleikum enda mikil vinna verið lögð í þá. Heimsklassahljóðfæraleikarar frá Hollywood komi að verkefninu og þá fái ungir og efnilegir söngvarar tækifæri á að syngja.

Nánar er fjallað um málið á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“