fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fókus

Menningarnótt um helgina

Fókus
Þriðjudaginn 15. ágúst 2023 13:52

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg hefur sent frá sér tilkynningu um að Menningarnótt verður haldin laugardaginn 19. ágúst. Segir í tilkynningunni að hátíðin sé hápunktur sumarsins, þar sem fjölbreyttir viðburðir liti mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds.

Hátíðin sé fyrir alla borgarbúa og gesti sem vilja taka þátt í hátíðinni og skemmta sér. Í ár verði Reykjavíkurborg 237 ára og Menningarnótt  28 ára og báðar hafi þær dafnað og vaxið í áranna rás.

Fjölbreytt dagskrá

Dagskráin í ár er sögð sérstaklega fjölbreytt og menningarleg allt frá stórtónleikum, dans, vöfflukaffi og listsýningum.

Menningarnótt verður sett við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum kl. 12.00. Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir muni leika af sinni alkunnu spilagleði og dansarar frá Happy Studio fá gesti út á dansgólfið með sér. Í kjölfarið mun Listasafn Reykjavíkur bjóða gestum inn á Kjarvalsstaði á sýningaropnun þar sem sýningin Myndlistin okkar verður opnuð formlega í vestursal safnsins. Sýningin er afrakstur kosningar þar sem fólki gafst tækifæri til þess að velja listaverk úr safneigninni. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á Listasafni Reykjavíkur og Borgarsögusafni og er ókeypis aðgangur.

Vestmannaeyjar heiðursgestur Menningarnætur

Að venju er heiðursgesti boðið að taka þátt í Menningarnótt með skemmtidagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur. Heiðursgestur í ár er Vestmannaeyjabær í tilefni af því að um þessar mundir eru fimmtíu ár liðin frá lokum eldgossins í Heimaey. Eyjamenn ætla að halda uppi þjóðhátíðarstemningu í Tjarnarsalnum frá klukkan 13-17 og verða með hvítt tjald og bjóða upp á bakkelsi og tónlistardagskrá.

Eftir nokkurra ára hlé verður sú hefð endurvakin að nokkrir íbúar í Þingholtunum bjóða gestum og gangandi í vöfflur og kaffi á milli kl. 14:00 og 16:00 á Menningarnótt. Götubitinn verður í Hljómskálagarðinum þar sem 16 matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af réttum.

Tónaflóð Rásar 2 verður á Arnarhóli og Tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Moment dansveisla DJ Margeirs verður á Klapparstíg að venju.

Menningarnótt lýkur  klukkan 23.00 með flugeldasýningu sem fylgjast má með frá Arnarhóli og víðar.

Aðgengi og öryggismál

Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07.00 um morguninn og fram yfir miðnætti svo gangandi vegfarendur geti notið dagskrárinnar og eru gestir hvattir til að koma fótgangandi eða hjólandi í miðborgina eða með almenningssamgöngum. Allar nánari upplýsingar um áætlun strætó má finna á straeto.is

Strætóskutlur aka til og frá bílastæðum við Laugardalshöll um Borgartún að Hallgrímskirkju með viðkomu á Hlemmi frá kl. 07.30–01.00.

Í samráði við rafskútufyrirtækin verður aðeins hægt að leggja rafskútum á ákveðnum svæðum á hátíðarsvæði Menningarnætur.

Dagskrána má nálgast á menningarnott.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu um hvernig á að brjóta ísinn við ókunnuga

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu um hvernig á að brjóta ísinn við ókunnuga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty
Fókus
Fyrir 6 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri