fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fókus

Afhjúpar hvað Sinead O’Connor gerði bak við luktar dyr sem fáir vissu af

Fókus
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 21:00

Sinead O´Connor á tónleikum árið 2014/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau hörmulegu tíðindi bárust í seinustu viku að írska goðsögnin og baráttukonan Sinead O’Connor væri látin, aðeins 56 ára að aldri. Tónlistarkonan átti stormasama ævi, hún glímdi við alvarlegt þunglyndi, lent í þeirri hræðilegu lífsreynslu að þurfa að jarða barn sitt og svo hafði hún ítrekað valdið fjaðrafoki fyrir að fara sínar eigin leiðir til að berjast fyrir sínum hjartans málum.

Eftir að hún lést kom fyrst raunverulega í ljós hvað hún naut mikillar hylli og hversu margir litu upp til hennar, en þó nokkrir hafa haft orð á því að það sé full seint að mæra tónlistarkonuna fyrst eftir að hún er farin. Minningarorðum hefur rignt í netheimum og ljóst að stórt skarð hefur verið höggvið í heimi tónlistarinnar.

Eins hafa borist sögur um Sinead sem ekki hafa áður fengið að heyrast, en tónlistarkonan átti það víst til að gera góðverk í laumi, eða án þess að vekja á því athygli sem þýðir að þessi verk gerði hún af gæskunni einni saman, en ekki í kynningarskyni eða til að afla sér vinsælda líkt og sumar stjörnur eiga til að gera. Ekki er óþekkt að stjörnur gefi peninga til góðgerðarmála, eða styrki einstaklinga eða samtök, fái svo einhvern úr herbúðum sínum til að leka því í fjölmiðla eða auglýsi góðverkið sjálf á samfélagsmiðlum.

Þetta gerði Sinead ekki. Nú hefur komið á daginn að hún hafi ítrekað styrkt málefni og góðgerðasamtök um vænar summur og eins hafi hún styrkt við einstaklinga en haldið því algjörlega fyrir sig.

Írski útvarpsmaðurinn Sean Moncrieff deildi með hlustendum sínum í vikunni einni sögu af tónlistarkonunni.

„Ég náði aldrei að hitta Sinead O’Connor, en ég er þó með eina sögu af henni sem tengist þessum þætti. Við vorum eitt sinn að venju með fasta liðinn okkar um uppeldi og þá barst okkur spurning frá konu sem var viti sínu fjær af áhyggjum. Þessi kona lýsti svo aðstæðum sínum sem voru hörmulegar. Hún var einstæð móður, maki hennar hafði bara látið sig hverfa. Hún átt tvö börn, að mig minnir, og ég held að annað þeirra hafi verið með hegðunarvanda svo hún var að takast á við það. Til að bæta gráu ofan á svart þá var hún staurblönk. Hún átti ekki krónu. Hún hafði bókstaflega ekkert stuðningsnet. Henni var ekki að takast að verða sér úti um salt í grautinn og það var allt á leiðinni í hundana. Hún var á barmi taugaáfalls.“

Sean hélt áfram og sagði að þessi einstæða móðir hafi sagt að hún væri meira en lítið til að komast til sálfræðings, hún gerði sér grein fyrir að hún þyrfti slíka aðstoð, en hún hafði ekki efni á því.

„Á innan við 2-3 mínútum fengum við skilaboð þar sem sagði – Ég ætla að borga fyrir sálfræðitímana hennar. Og þessi skilaboð voru frá Sinead O’Connor. Hún gerði þetta víst mikið. Ég hef heyrt það frá fólki sem þekkti hennar að hún var alltaf að gera svona hluti, án þess að vekja á því athygli. Þetta eru hlutirnir sem maður heyrði aldrei af.

Og það er mikið sem við vissum um Sinead O’Connor og sem var á almannavitorði, en það er kannski gífurlega mikið sem við vissum á sama tíma ekki. Og þetta situr í mér sem dæmi um manneskju, sem í orði og á borði, gerir það sem hún boðar. Mér datt í hug að deila þessu með ykkur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Fókus
Í gær

Er þetta misskildasta skáldsaga allra tíma?

Er þetta misskildasta skáldsaga allra tíma?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona fann Pamela Anderson leiðina að hjarta mótleikara síns

Svona fann Pamela Anderson leiðina að hjarta mótleikara síns
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“