fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fókus

Alsæl að fá Míu heim – Týndist í Húsafelli í júní

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 16. júlí 2023 10:30

Guðjón er alsæll að fá Míu heim Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kötturinn Mia kom í leitirnar í nótt, eftir að hafa verið týnd í tæpar þrjár vikur. Mia sem er inniköttur, týndist frá hjólhýsi í Básum í Húsafelli 22. júní. Leit eigenda Míu, Guðjóns Eyrfeld Ólafssonar og Fjólu Berglindar Helgadóttur og auglýsing í fjölmörgum Facebook-hópum bar engan árangur, þar til í nótt. 

„Við fundum Míu í nótt í Kiðárbotnum við viljum þakka öllum fyrir hjálpina við leitina af henni og öll tips. Mikil gleði hérna það eru komnar þrjár vikur síðan hún týndist,“ segir Guðjón í færslu á Facebook.

Guðjón segir í samtali við DV að Mía fari í heilsufarsskoðun á morgun, mánudag, hjá dýralækni.

„Mía er í þokkalegu ástandi, hún er mjög svöng og með tvö sár á bakinu. Ég veit ekki eftir hvað það er eftir gætu verið eftir trágreinar eða annað dýr. Mía er mjög horuð, en vill borða endalaust en hefur ekki pissað ennþá. Hún fer í heilsufarsskoðun á morgun hjá dýralækni.“

Eigendur Míu, Guðjón og Fjóla Berglind Helgadóttir lýstu fyrst eftir Míu þann 22. júní. Leitin bar þó engan árangur og var Míu sárt saknað af eigendum sínum: 

„Nú er Mía okkar búin að vera týnd og ein og hrædd í 14 daga í Húsafellsskógi og ekki komið nein vísbending um að einhver hafi séð hana eða neitt annað.

Við erum komin með miðla að reyna að finna hana og ekkert gengur við erum með fellibúr í láni frá villköttum á Vesturlandi og höfum verið að staðsetja það á nokkrum stöðum um skóginn það hefur ekki komið önnur dýr í búrið einu sinni.

Við erum að verða illa farin af sorg og sökknuði og á sál og líkama. Ef þið þekkið einhvern sem hugsanlega hefur séð til Míu okkar í Húsafellsskógi eða er með miðils hæfileika og getur hjálpað okkur að leita að Míu okkar og verður til þess að hún finnst á lífi verðum við ævilangt þakklát,“ sagði Guðjón í færslu á Facebook 5. júlí.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Í gær

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 2 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku