fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fókus

Bjóða upp á beint streymi af krummunum Hrafni og Hrefnu sem hafa komið sér upp laup

Fókus
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 14:40

Skjáskot úr streymi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er skemmtilegra en að geta fyglst með krummapari í beinni útsendingu koma upp ungum sínum? Líklega fátt. BYKO hefur svarað þessu ákalli og býður nú upp á beint streymi af laup sem krummapar, sem hafa fengið nöfnin Hrefna og Hrafn, hafa komið sér upp á Selfossi. Útsendingin er í gangi allan sólarhringinn. Sem stendur má sjá annað þeirra, mögulega Hrefnu en blaðamaður vill þó ekki álykta neitt um hvernig krummarnir skipta með sér verkum, sitja í laupnum og við og við grípa eitthvað kusk með gogginum til að gera betur við sig enda nauðsynlegt að hafa hlýtt í laupnum nú þegar sumarið hefur svikið okkur Íslendinga með óvægum hætti.

Þetta er ekki nýmæli hjá BYKO sem hefur í gegnum árið gefið landsmönnum færi á að fylgjast með krummum koma ungum sínum á legg, enda virðist BYKO á Selfossi vera vinsæll varpstaður, nema að á ferðinni sé kannski alltaf sama parið.

Beina streymið má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West