fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fókus

Alsæl með Íslandsferð og ánægð með flug með Play þrátt fyrir skort á svefni og hækkað miðaverð

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. apríl 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Asia Palomba hjá Insider fjallar um nýlega ferð sína til Íslands og flug með Play í grein á Insider. Segir Palomba að hún sé ánægð með flugið, þrátt fyrir að miðaverðið með aukagjöldum hafi endað í verði sambærilegu við önnur lággjaldaflugfélög og að ókristilegur flugtími hafi valdið því að hún var svefnvana á landinu í fjögurra daga ferð. Það virðist þó ekki hafa komið að mikilli sök því á Instagram segir Palomba um landið: 

„ Þetta er sannarlega einn villtasti, víðfeðmasti og sjónrænt töfrandi staður sem ég hef komið á. Heilinn á mér hefur allan tímann verið við það að springa.“

Í greininni fer Palomba í þaula yfir flugferðina allt frá því að hún og kærasti hennar pöntuðu flugið og þar til lent var í Keflavík. Ætti þessi yfirferð að gefa væntanlegum lesendum Insider til kynna við hverju er að búast kjósi þeir að fljúga með Play.

„Ég heimsótti Ísland í fyrsta skipti í mars og flaug þangað með Play, sem er íslenskt lággjaldaflugfélag. Ég borgaði 500 dollara fyrir sæti með auka fótarými, flugtryggingu og innrituðum farangri. Miðinn endaði með því að kosta meira en áætlað var,“ segir Palomba, sem flaug með kærastanum í mars frá flugvellinum Boston Logan.

Segist hún hafa valið Play þar sem miðinn var auglýstur á 180 dollara fyrir fjögurra daga ferð, sem var ódýrara en hjá öðrum flugfélögum á þeim tíma að hennar sögn.Við það verð bættist 42 dollarar fyrir 22 kg innritaða tösku, 36 dollarar fyrir 11 kg handfarangur, 82 dollarar fyrir sæti fyrir hvort þeirra með auka fótaplássi í báðum flugum og 48 dollarar fyrir hvort þeirra fyrir flugtryggingu Play, sem myndi standa undir endurgreiðslu ef annað þeirra yrði veikt og gæti ekki flogið til Íslands eða til baka.

„Þegar ég fór að kaupa miðana okkar með viðbótunum, áttaði ég mig á því að 180 dollara fargjaldið virtist ekki lengur svo ódýrt. Með farangri, sætaviðbótum og gjöldum var hver miði nú samtals 500 dollarar,“ segir Palomba. 

 

Þrátt fyrir að miðaverðið hafi hækkað og að flugið var næturflug ákvað parið að bóka með Play enda miðaverðið enn ódýrara en hjá öðrum flugfélögum, auk þess sem Palomba segir brottfarartímann þann eina sem var í boði frá Boston til Íslands. Parið mætti síðan á flugvöllinn um kl. 17 og flugið var áætlað kl. 19.15, þau innrituðu sig á netinu og skiluðu töskunni í afgreiðsluna.

Palomba tekur fram að ekki er boðið upp á neinn ókeypis mat eða drykk í fluginu og þau hafi því fyllt vatnsflöskur sínar og keypt mat til að hafa með fyrir flugið, sem var fimm og hálfur tími. Flugið var á áætlun og allt gekk snurðulaust fyrir sig, en hún segir að síðan hafi orðið 40 mínútna seinkun á meðan áhöfn leitaði að týndum farþegum.

Parið flaug með Airbus A321neo flugvél og segist Palomba hafa tekið eftir því að gráu sætin voru ekki með höfuðpúða og einfalda skipulagið minnti hana  á aðrar lággjaldaflugvélar sem hún hefur flogið með.

„Ég sat í miðju sæti með aukafótarými í þriðju röð vélarinnar og fannst það rúmgott. Auka fótarýmissæti hafa 32 til 35 tommu pláss, en venjuleg sæti hafa 29 til 30 tommu. Bakpokinn minn, veskið og vatnsflaskan passa undir sætið fyrir framan mig og skildu eftir nóg pláss til að teygja fæturna. Ég sá USB tengi undir sætunum, sem ég gat notað til að hlaða símann minn á meðan á fluginu stendur. Það voru líka litlir, gráir krókar á hliðum hvers sætis þar sem ég gat hengt upp litla tösku eða veski. Þrátt fyrir að Play bjóði ekki upp á ókeypis veitingar, var matseðill í sætisvasanum með snakk, drykki og áfenga drykki til að kaupa, með verð í evrum,“ segir Palomba. Segir hún starfsfólk hafa boðið fyrstu þjónustuna um borð ynm 30 mínútum eftir brottför og tvær aðrar slíkar hafi verið í boði. Aðeins væri tekið við snertilausum debet- eða kreditkortum til greiðslu fyrir mat og drykk, ekki peningum.

„Fyrir flugið okkar las ég á netinu að Play væri ekki með afþreyingu í flugi, þannig að við sóttum kvikmyndir og þætti í tækin okkar fyrirfram. Við tókum líka með okkur spil. Það kom mér skemmtilega á óvart að baðherbergið var hreinna en flestar flugvélar sem ég hef farið í. Þó það sé lítið þá voru tveir stórir speglar á veggjunum sem mér fannst gera rýmið stærra.“

Um klukkan 21.30 Boston tíma sá starfsfólkið um að dimma ljósið að sögn Palomba, sem segist aldrei geta sofið í flugvél. „Vélin lenti í Keflavík klukkan 4.45 að staðartíma. Ég átti í erfiðleikum með að hafa augun opin á meðan ég yfirgaf vélina þar sem klukkan var tæknilega 1 að morgni fyrir mig og ég hafði ekki sofið í nærri 24 klukkustundir. Á heildina litið fannst mér þetta ágætis flug og kunni að meta kurteisið starfsfólk og hreina baðherbergið. En næturferðin setti svefntímann úr skorðum sem átti eftir að halda áfram í fjögurra daga ferðinni minni.“

Segist Palomba aðeins íhuga að fljúga aftur með Play ef hún væri að heimsækja Ísland í lengri tíma eða ef flugfélagið byði upp á flug með síðari lendingartíma á Íslandi. „Nema miðar Play væru umtalsvert ódýrari, myndi ég líklega bóka hjá öðru flugfélagi fyrir meiri þægindi og sveigjanlegar brottfarir næst,“ segir Palomba sem hafði þó tekið fram fyrr í greininni að um væri að ræða eina brottfarartíminn sem var í boði frá umræddum flugvelli.

Eins og áður sagði virðist Palomba þó að mestu leyti sátt við flugfélagið þó að verðmiðinn hafi hækkað með viðbótunum og eins og flestir erlendir ferðamenn féll hún þrátt fyrir svefnleysið í stafi yfir landinu en hún hefur birt nokkrar myndir frá dvölinni á Instagram.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Asia Palomba (@asialpalomba)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Asia Palomba (@asialpalomba)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Er þetta misskildasta skáldsaga allra tíma?

Er þetta misskildasta skáldsaga allra tíma?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona fann Pamela Anderson leiðina að hjarta mótleikara síns

Svona fann Pamela Anderson leiðina að hjarta mótleikara síns
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“