fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fókus

Heilsuráð Hroða: „Það sem er dýrt er að hafa ekki heilsuna í lagi“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 22:30

Rúnar Hroði Geirmundsson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Hroði Geir­munds­son, styrktar­þjálfari og fyrr­verandi at­vinnu­maður í kraft­lyftingum, gefur fylgjendum sínum á Facebook hollráð fyrir heilsusamlegra líferni. Rúnar er ekkert að skafa utan af hlutunum og talar á kjarnyrtri íslensku.

Rúnar er fyrr­verandi heims­meistari og marg­faldur Evrópu­meistari og veit því hvað hann er að tala um þegar kemur að réttu hugarfari, mataræði og æfingum. 

Hollráðin má lesa í heild hér fyrir neðan:

NÝ VIKA, NÝ ÁSKORUN, NÝ VAKNING. Coming to you for free.

Jæja, þá er komið að næsta lestri og predikun, hvort sem þið viljið það eða ekki, mér er drullusama. Síðast fórum við í að skapa létta rútínu, einfalda en mikilvæga. Í dag ætla ég að taka fyrir einn hlut. Virkilega mikilvæga keðju sem ég bið ykkur um að kynna ykkur og spyrja mig ef þið skiljið ekki. Þetta gæti verið flókið og leiðinlegt, en þegiðu bara og lestu, ég er að reyna að hjálpa þér andskotinn hafi það.  Nú skulum við læra að vökva okkur:

„Salt Drepur“ eru skilaboð fréttamiðla síðustu misseri, sérstaklega á sprengidaginn. Ein helsta ástæða þess að ég hef ekki fylgt fréttum í yfir 15 ár. Villandi skilaboð og heilaþvottur. Borðsalt er eitur og enginn á að neyta þess. Hárrétt. Íslenska sjávarsaltið er allra meina bót. En ekki eru fréttirnar að gera greinarmun þarna, heldur halda ótrauð áfram í hræðslustjórnun. Þó vil ég nefna að ekkert er algilt og eru auðvitað undantekningar.

Það sem drepur er að hafa sprengidag, bolludag og öskudag alla í einni beit ? þrír dagar í röð ? Það sem drepur er að það er fullt af akfeitu og óheilbrigðu fólki fyrir, oftast eldri borgarar sem hreyfa sig ekkert, sem étur sig stútfullt af bollum, svo soðnu kjöti sem hefur legið í fokkings hálkusalti yfir nokkrar nætur, og svo daginn eftir skal éta nammi og afganga. Þessi keðja drepur, ekki ein söltuð máltíð (þó óholl sé), vaknið aðeins.

Hversu mikið salt? þetta er í kringum 1.5-2 teskeiðar af sjávarsalti á dag, fyrir meðal manneskjuna, þetta getur verið mun hærra fyrir mjög aktívan einstakling. Steinefnasölt eru ein mikilvægasta keðjan að mínu mati í matarræði. Hvað eru steinefnasölt Rúnar ? Það kallast „electrolytes“ á ensku og er til dæmis salt, magnesíum og potassium. Og er mikilvægasta leið okkar til þess að næra heilann okkar. Og eins ótrúlegt og það hljómar, þá er ekki nóg að drekka bara nokkra lítra af vatni á dag, við verðum að binda þetta með steinefnasöltum. Nýjar rannsóknir gefa til kynna að saltmagn í líkamanum tengist beint við stress, sést þá svart á hvítu að aukin steinefnasölt í líkamanum okkar hjálpar okkur við að halda andlegri heilsu í betra jafnvægi. Það eina sem ég vill að þú kynnir þér eftir þennan pistil, eru „electrolytes“ og hvað þau gera fyrir okkur. 

Drulla ég ekki bara í buxurnar af Magnesíum? -Jú ef þú ert að éta Magnesíum Citrate, það eru margar gerðir og þetta er leiðinlega flókið í fyrstu. Ég skal útskýra það helsta:

-Magnesíum Malate hjálpar við endurheimt

-Magnesíum Threonate hjálpar þér við að sofna, hjálpar líkamanum að shifta focus yfir í að fara að sofa, magnað heilafóður líka sem spornar við minnisglöpum og öðrum sjúkdómum.

Ég skal ekki predika fleiri gerðir magnesíums í bili, gagnast okkur ekkert að þið fáið heilablóðfall við lesturinn.

-Potassium ? Einfalda þetta fyrir ykkur: Hjálpar til við að halda blóðþrýsting eðlilegum, frábær leiðari fyrir aðra næringu um líkamann, og allra helst mikilvægt í að halda við vöðvum og taugakerfi. Við finnum þetta í grænmeti, ávöxtum, baunum og fleira. Sodium (salt) og potassium virka einstaklega vel saman. Það eru komnir fullt af frábærum möguleikum í þessum geira, á netinu. Uppáhaldið mitt er frá LMNT og eru þeir að selja þessi þrjú efni saman í einum litlum poka, og þú getur pantað mismunandi magn. (En þetta er svo dýýýrt) alveg heyri ég ykkur væla yfir þessu eins og óstillt fiðla úr Góða Hirðinum. Ég fæ gæsahúð af óhug við tilhugsunina. 

Ykkur finnst ekkert dýrt að sækja KFC, fara í ríkið, stökkva til Tene, kaupa fellihýsi ? -Neeeeei

Það sem er dýrt er að hafa ekki heilsuna í lagi og bera ekki virðingu fyrir því sem fer ofan í okkur. Ég þori ekki að hafa þetta lengra, ég fann alveg sjálfur hvað þetta var leiðinlegt að skrifa, hvað þá að lesa, hvað þá ef þú hefur ekki áhuga á þessu, shit hvað þetta er þá óáhugavert. En hins vegar vona ég að ég hafi opnað nokkur augu, einfaldað fyrir augum sem voru opin og svo framvegis.

-Þangað til næst, og munið, steinþegið og hættið þessu væli.

-Hættu að spá í hvað næsti maður er að gera, hvað þá að öfunda hann. Við stjórnum okkar ferð og útkoman er í okkar höndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“
Fókus
Fyrir 1 viku

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“