Dúkkan Robert er líkist meira Leðurfeisi úr hryllingsmyndaseríunn þekktu en heðfbundinni dúkku í framan.
Robert er sagður bölvaðasta dúkka í heimi. Illgjarnt kvikindi sem hafi í 120 ár valdið slysum, sjúkdómum, atvinnumissi, gjaldþrotum, skilnuðum og jafnvel dauða.
Svipurinn er að hluta til mannlegur en þó ekki. Hann virkar fremur áhyggjufullur, lítið nefið er með tveimur pínulitlum götum, augun eru kolsvört og andlitið þakið holum, líkt og bóluörum. Varirnar eru illsjáanlegar en svo virðist sem Robert glotti illgirnislega.
Hann hefur furðulegan hund í kjöltu sér. Sá er með stór augu og jafnvel enn stærri tungu sem lafir á fremur ógeðfelldan hátt út um munninn á honum.
Heimsfrægur
Frá því árið 1994 hefur Robert átt aðsetur í safni í Flórída. Hann er í sérsmíðuðum glerkassa sem er með sérstakar raka- og birtustillingar til að halda honum sem ferskustum en þyrpist fólk, alls staðar að úr heiminum, að líta hann augum.
Áður en Robert komst í eigu safnsins var hann í eigu auðugs sérvitrings að nafni Robert Eugene Otto. Robert, sem almennt gekk undir nafninu Gene, fékk dúkkuna í afmælisgjöf frá afa sínum sem hafði keypt Robert í Þýskalandi.
Í Þýskalandi var Robert hafður í glugga verslunar sem seldi einna helst fremur óhugnanlegar trúðadúkkur.
Furðulegt samband manns og dúkku
Gene myndaði strax það sem kalla má óheilbrigt samband við dúkkuna Robert.
Hann fór aldrei neitt án hennar og talaði við Robert eins og manneskju. Og ekki bara sem barn, nei langt fram á fullorðinsár. Reyndar kom Gene fram við dúkkuna eins og hún væri lifandi, spjallaði við hana, spurði hana ráða og þagði svo, líkt og hann einn heyrði svör frá dúkkunni.
En samband Gene við Robert var enn flóknar en svo. Gene gat ekki án Roberts verið en kenndi dúkkunni samt sem áður um allt sem úrskeiðis fór í hans lífi. Sem var býsna margt.
Fyrst var hlegið að þessu en smám saman varð allt óhugnalegra. Gene byggði sér veglegt hús þegar hann komst á fullorðinsár og nágrannar sóru fyrir að sjá Robert hreyfa sig í gluggum húss Gene og jafnvel vinka og glotta.
Gene dó árið 1974 og fylgdi Robert með í kaupunum þegar hús hans var selt konu að nafni Myrtle Reuter.
Gekk um húsið á næturnar
Í byrjun trúði Myrtle ekki á aðra eins vitleysu eins og andsetna dúkku.
En hún skipti fljótlega um skoðun.
Myrtle, fjölskylda hennar og gestir sóru fyrir að heyra Robert ganga um húsið á næturnar en fara upp á háaloft áður en nokkur fór á fætur.
Þaðan heyrðist oft fliss. Myrtle tók stundum Robert af háaloftinu til að sýna gestum og sagði þeim þá gjarnan frá hinum sérvitra Gene. Mun þá hafa komið grimmdarsvipur á Robert.
Sagt er að flestallir þeir sem Myrtle sýndi dúkkuna hafi lent í ógæfu, samaber ofangreindan lista. Gestir hennar slösuðust, hús þeirra brunnu, þeir misstu vinnu, margir skyldu og einhverjur létust á furðulegan hátt.
Og eftir nokkur ár vildi ekki nokkur sála heimsækja aumingja Myrtle Reuter sem bar búin að fá nóg og gaf safninu dúkkuna. Segir hún að andinn í húsinu hafi gjörbreyst.
Fær send bréf og sælgæti
Dúkkan Robert er með risastóran aðdáendahóp, fær í það minnsta þrjú bréf á dag, og er með eigin samfélagsmiðlasíður. Honum er líka reglulega sent sælgæti en á einhverju tímapunkti fór sú saga að stað að Robert þætti nammi gott og æti það á næturnar.
Héldi það mestu illsku hans í skefjum.
Eigandi safnsins, Cori Convertio, segist þó aldrei hafa fundið fyrir neinni illsku frá Robert né hafi hún séð dúkkuna hreyfa sig eða skipta um svip.
„En það er aldrei að vita,“ sagði hún nýlega í viðtali. „Við skulum orða það svo að mér líður betur að hafa Robert læstan inni í skáp.“