fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fókus

Birgitta um umdeildu ákvörðun dómnefndarinnar – „Þetta er náttúrulega Idol-stjörnuleit“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 09:22

Mynd/Sigtryggur Ari/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómnefnd Idol á Stöð 2 hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki síðan síðasti þáttur fór í loftið á föstudaginn síðastliðinn.

Val þeirra á keppendunum átta sem fóru áfram í beina útsendingu á stóra sviðinu hefur vægast sagt verið umdeilt og hafa margir áhorfendur lýst óánægju og hneykslun á samfélagsmiðlum.

Dómnefndin, sem er skipuð Herra Hnetusmjöri, Bríet, Birgittu Haukdal og Daníel Ágústi, ákvað að gefa keppanda tækifæri, þrátt fyrir að hann hafi verið með versta flutninginn þann daginn að sögn Bríetar. Það fór öfugt ofan í marga áhorfendur, sem sumir hverjir lýstu því yfir að þeir væru hættir að horfa á Idol vegna málsins.

Sjá einnig: Áhorfendur Stöðvar 2 hneykslaðir á ákvörðun dómnefndar Idol – „Ég missti alla trú á að þetta sé réttlát keppni“

Keppendurnir sem komust áfram. Skjáskot/Instagram @stodtvo

Bjóst við viðbrögðum

Söngkonan Birgitta Haukdal tjáði sig um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

„Ég bjóst nú alveg við einhverjum viðbrögðum verð ég að segja. Þetta var náttúrulega þannig, eins og fólk sem er búið að horfa sá, að fullt af flottu fólki var sent heim og annað gott fólk komst áfram,“ sagði hún.

„Að dæma í list og segja að einhver sé bestur í tónlist, eða annarri list, það er alltaf erfitt. Við höfum öll misjafnar skoðanir. Þannig jájá, ég bjóst alveg við að það yrði eitthvað um þetta rætt.“

„Þetta er náttúrulega Idol-stjörnuleit“

Aðspurð á hvaða forsendum þau dæma keppendur, hvort það sé farið eftir „einhverju öðru en sönghæfileikum“ svaraði Birgitta:

„Sko, þetta er náttúrulega Idol-stjörnuleit. Þetta er ekki eins og í Eurovision er leitað að besta laginu, svo er það söngvakeppnin, þar sem eru bestu söngvararnir. Þarna er verið að leita að stjörnu og þessi stjarna þarf að hafa tónlistarhæfileika, eðlilega. Og við erum fengið þarna saman, fjórir ofsalega ólíkir dómarar. Við erum með ólíka reynslu, bæði í tónlistargeiranum og menntun og öðru. Við erum fengin saman af því að við erum ólík, sem segir það að við séum öll ekki með sömu skoðunina, eða sama smekkinn. Þannig að við reynum öll að fylgja okkar og erum að reyna að finna einhvern sem við trúum því að geti orðið stjarna og staðið sig í þessum bransa. Og ég tala nú ekki um í beinu útsendingu á risa sviði.“

Dómnefndin. Skjáskot/Instagram

Birgitta sagði að dómnefndin væri oft ósammála. „Við erum alls ekkert alltaf sammála. Stundum erum við að senda einhvern heim sem ég myndi alls ekki vilja að færi heim og svo öfugt […] Svo mikið af hæfileikaríku fólki og svo margir flottir sem eru farnir heim. Ég get talið bara: Sjafnar, Agla, Anya og Einar, ég get talið svo marga upp sem hefðu alveg getað plömmað sig á þessu stóra sviði. En sætin eru bara fá og því miður er ekki hægt að bjóða öllum áfram.“

Söngkonan sagði að lokum að nú gætu áhorfendur hætt að pirra sig á dómnefndinni en hér eftir verða örlög keppanda í höndum áhorfenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Laufey spurð erfiðrar spurningar um Ísland – „Ég get ekki sagt neitt“

Laufey spurð erfiðrar spurningar um Ísland – „Ég get ekki sagt neitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara þjálfari segir það sem er erfitt að heyra – Þetta hjálpaði henni að ná árangri

Sara þjálfari segir það sem er erfitt að heyra – Þetta hjálpaði henni að ná árangri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón: Grease-stjarna orðin 74 ára

Sjaldséð sjón: Grease-stjarna orðin 74 ára