fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. júní 2022 14:59

Lilja Gísladóttir. Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn Lilja Gísladóttir er nýjasti gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Í þættinum ræða þær um fitufordóma – sem hún segir ekki vera neitt annað en ofbeldi – og lýsir hún reynslu sinni af þeim, meðal annars á samfélagsmiðlum og frá læknum.

„Feitt fólk virðist einhvern veginn alltaf þurfa að vera að réttlæta tilverurétt sinn. Ef ég pósta mynd af mér á Instagram í bikiníi er ég hætt að pósta texta með, einhverju um allir líkamar mega vera til. Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram,“ segir hún.

„Því þú þarft ekki að gera það, þú getur bara póstað og ekki verið að pæla í því. Af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi fyrir mig? Við erum bara tvær manneskjur sem megum taka nákvæmlega sama pláss, og gera nákvæmlega það sem okkur hentar svo lengi sem við séum ekki að skaða aðra. Mynd af mér á bikiníi skaðar engan.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by LILJA (@liljagisla)

Fær neikvæð viðbrögð

Lilja Gísla birtir ófeimin myndir af sér á Instagram en segist reglulega fá neikvæð viðbrögð og ljót skilaboð í kjölfarið. Fólk segir að með því að birta myndir af líkama sínum sé hún að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“

Hún veltir því fyrir sér af hverju líkami hennar skipti aðra máli. „Af hverju ættirðu að kommenta eitthvað neikvætt á líkama einhvers. Þetta er líkami einhvers annars, hann hefur ekkert með þig að gera, þú getur ekki breytt honum og hann hefur engin áhrif á þig.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by LILJA (@liljagisla)

Bara lýsingarorð

Lilja bendir á að orðið feitur sé bara lýsingarorð, hins vegar skiptir máli hvaða merking sé lögð í orðanotkunina.

„Mér finnst allt í lagi að það sé sagt, þú ert feit. Já, ég er það. Það er bara eins og að segja, þú ert sæt. Þú ert með brún augu. En þegar börn eru farin að taka svona neikvæða punkta úr samfélaginu og setja við einhver lýsingarorð þá verður það náttúrlega þannig að þau fara að tengja það við sjálfa sig og fara að pæla í hvernig líkaminn þeirra lítur út, og annarra krakka og fara að kommenta á holdafar annarra krakka sem er óþarfi,“ segir hún.

Það er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan eða lesið ítarlegri grein á vef Stundarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hilmar á þroskahamlaðan son – ,,Börnum fylgja enginn leiðbeiningabæklingur“

Hilmar á þroskahamlaðan son – ,,Börnum fylgja enginn leiðbeiningabæklingur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er sagan á bak við hinn meinta vælubíl

Þetta er sagan á bak við hinn meinta vælubíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mögnuð stemming í Húsi Máls og menningar – Frakki reif sig úr við mikinn fögnuð

Mögnuð stemming í Húsi Máls og menningar – Frakki reif sig úr við mikinn fögnuð