fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

 Khloé þakkar lýtalækni fyrir nýja nefið sitt – Sjáðu fyrir og eftir myndir

Fókus
Þriðjudaginn 28. júní 2022 22:08

Svona lítur Khloé út í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er langt síðan að Khloé Kardashian játaði það loksins opinberlega að hún hafi farið í fegrunaraðgerð á neti.

Engum hafði í raun dulist að hún hefði farið í slíka aðgerð, eða aðgerðir, en hún vildi ekki kannast við það fyrr en nýverið eftir háværar sögusagnir um að hún hafi farið í einhvers konar „andlitságræðslu“ vegna þess hversu mikið útlit hennar hefur breyst í gegn um tíðina.

Nú virðist hún hins vegar gangast stolt við því að hafa farið í nefaðgerð en í gær lofaði hún lýtalækninn Dr. Kanodia á Instagram þar sem hún sagði: „Takk fyrir fullkomna nefið mitt.“

Dr Raj Kanodia hafði þá sent Khloé afmæliskveðju á Instagram en hún fagnaði þá 38 ára afmælinu. Hann skrifaði: „Óska þér hundrað ára af heilsu, hamingju og velgengni“ og Khloé deildi þessum skilaboðum með sínum 258 milljónum fylgjenda.

Það var ekki fyrr en í júní í fyrra sem Khloé játaði að hafa farið í aðgerð á nefi fyrir fjórum árum.

Dr. Kanodia er með aðsetur í Beverly Hills en öll Kardashian-fjölskyldan býr þar í nágrenninu.

Í apríl á þessu ári opnaði Khloé sig síðan um að fegrunaraðgerð á nefi væri „aðgerð sem hún hafði alltaf dreymt um“ og hún „loksins fengið hugrekkið“ til að fara í slíka aðgerð.

Í viðtali við þáttastjórnandann Robin Roberts á ABC sagði Khloé þá: „Alla ævi hefur mig langað í aðgerð á nefi. Alltaf“ og bætti við: „En þetta er á miðju andlitinu á þér og það er óhuggulegt að hugsa um slíka aðgerð. En loksins fékk ég hugrekkið og fór í aðgerðina og ég elska útkomuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Í gær

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hilmar á þroskahamlaðan son – ,,Börnum fylgja enginn leiðbeiningabæklingur“

Hilmar á þroskahamlaðan son – ,,Börnum fylgja enginn leiðbeiningabæklingur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anne Heche sögð heiladauð eftir slysið og ekki hugað líf

Anne Heche sögð heiladauð eftir slysið og ekki hugað líf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netverjar slegnir yfir typpamynd Tommy Lee

Netverjar slegnir yfir typpamynd Tommy Lee