fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fókus

Eign dagsins: Framkvæmdaglöð fjölskylda selur parhúsið í Reykjavík sem þau byggðu sjálf

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 1. júní 2022 18:00

Myndir/Kristján Orri Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eign dagsins hér á DV er að þessu sinni Urðarbrunnur 74 en hún var nýlega sett á sölu og er uppsett verð á henni 139.900.000 krónur. Um er að ræða afar glæsilegt 211,6 fermetra parhús á tveimur hæðumí Úlfarsárdalnum í Grafarvoginum í Reykjavík.

Hreiðar Levý Guðmundsson, fasteignasali hjá Öldu fasteignasölu, er með eignina í sölu hjá sér en hann segir í samtali við DV að fjölskyldan sem býr nú í húsinu hafi byggt húsið sjálf árið 2016. Nú hefur fjölskyldan ákveðið að selja húsið en þau ætla að flytja í annað hús sem þau eru einnig að byggja sjálf. Ljóst er því að um afar framkvæmdaglaða fjölskyldu er að ræða.

„Frábær staðsetning, þetta er rétt hjá nýja skólanum, íþróttasvæðinu, sundlauginni og öllu. Svo er fallegt útsýni út á Úlfarsárdalinn. Þetta er mjög góð eign, flott stofa, hátt til loft, beint útgengi út í garð og fjögur svefnherbergi. Þetta er gríðarlega góð fjölskyldueign sem búið er að búa í lengi,“ segir Hreiðar Levý og bætir svo við að það sé gólfhiti í öllu húsinu.

Í lýsingu á eigninni á Fasteignaleitinni kemur fram að góð aðkoma sé að húsinu með hellulögðu bílaplani fyrir framan inngang og bílskúr, sem er 31,5 fermetrar að stærð. Á fyrstu hæðinni er að finna gestasalerni, stórt alrými með samliggjandi stofu, borðstofu og eldhúsi en aukin lofthæð er í alrýminu og útgengt er í „sólríkan og rúmgóðan“ garð úr því.

Á annarri hæðinni er svo sjónvarpshol og fjögur svefnherbergi, þar með talið er hjónaherbergi með sér fataherbergi. Á efri hæðinni er einnig að finna baðherbergi og þvottahús.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af eigninni en fleiri myndir og frekari upplýsingar er að finna á Fasteignaleitinni.

Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Helena Reynis skilar skömminni: „Mér datt ekki í hug að ég gæti lent í ofbeldissambandi“

Helena Reynis skilar skömminni: „Mér datt ekki í hug að ég gæti lent í ofbeldissambandi“
Fókus
Í gær

Neyslan ágerðist hratt eftir meðferð á Vogi – „Þegar smálánin komu maxaði maður það alveg í botn og í lokin var ég farinn að ræna dópsala“

Neyslan ágerðist hratt eftir meðferð á Vogi – „Þegar smálánin komu maxaði maður það alveg í botn og í lokin var ég farinn að ræna dópsala“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Æskuvinkona Lindu Pé sagðist ekki þola velgengni hennar – „Þetta særði mig og þá bara sleppti ég og skapaði rými fyrir aðra vini“

Æskuvinkona Lindu Pé sagðist ekki þola velgengni hennar – „Þetta særði mig og þá bara sleppti ég og skapaði rými fyrir aðra vini“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian fagnar ákaft – Lögfræðigráða komin í hús

Kim Kardashian fagnar ákaft – Lögfræðigráða komin í hús
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs fer „íslensku leiðina“ þegar kemur að því að tala við stelpur

Beggi Ólafs fer „íslensku leiðina“ þegar kemur að því að tala við stelpur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað ungu kærustuna um að klæðast þessu á meðan sambandið var ennþá leyndarmál

Bað ungu kærustuna um að klæðast þessu á meðan sambandið var ennþá leyndarmál
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elítan hefur tekið ákvörðun um ungu og „stjórnsömu“ kærustuna

Elítan hefur tekið ákvörðun um ungu og „stjórnsömu“ kærustuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Endurkoma Jessicu Simpson eftir 15 ára hlé gengur brösulega – Áhorfendur tættu hana í sig

Endurkoma Jessicu Simpson eftir 15 ára hlé gengur brösulega – Áhorfendur tættu hana í sig