fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fókus

Fékk óvenjulegt ráð frá frjósemislækni – „Drekktu sæðið hans“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. maí 2022 06:28

Kourtney Kardashian. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því Kourtney Kardashian og Travis Barker, trommuleikari Blink 182, opinberuðu ástarsamband sitt í febrúar 2021 hafa þau gert mikið af því að sýna umheiminum að þau séu ástfangin upp fyrir haus. Á þessu rúma ári hafa þau gift sig þrisvar og það án þess að skilja inn á milli. Síðast „gengu þau í hjónaband“ á Ítalíu og var ekkert til sparað við athöfnina og veisluna enda fjármagnaði Dolce & Gabbana allt saman.

Í nýjasta þættinum af „The Kardashians“ á streymisveitinnu Hulu er Kourtney ekkert að fela að hún vill gjarnan eignast barn með Travis. Hún virðist reiðubúin til að nota sérstakar aðferðir til að þetta takist en hún er orðin 43 ára.

Travis Barker og Kourtney Kardashian. Mynd/Getty

 

 

 

 

 

 

Í þættinum segir hún frá frjósemislækni þeirra hjóna: „Hann sagði okkur að það sem gæti hjálpað væri að ég myndi drekka sæðið hans fjórum sinnum í viku.“

Þetta virðist falla vel í kramið hjá Travis sem sagði að „sæðisfrumur hans væru í toppstandi“.

Kourtney á þrjú börn á aldrinum 7 til 12 ára með Scott DisickTravis á tvö börn, 16 og 18 ára, með Shanna Moakler. Auk þess á hann stjúpdótturina Atiana De La Hoya sem er 23 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Júlí og Dísa, Bjarni og Tinna áfram í úrslit Söngvakeppninnar

Júlí og Dísa, Bjarni og Tinna áfram í úrslit Söngvakeppninnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Risabarnið úr Jerry Springer: „Hann virkilega breytti lífi mínu til hins betra“

Risabarnið úr Jerry Springer: „Hann virkilega breytti lífi mínu til hins betra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig þau halda neistanum gangandi eftir 18 ár: Opið samband eykur spennu og forvitni

Hvernig þau halda neistanum gangandi eftir 18 ár: Opið samband eykur spennu og forvitni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blóði drifinn og óljós uppruni Valentínusardagsins – Hýðingar, heiðingjar og aftökur

Blóði drifinn og óljós uppruni Valentínusardagsins – Hýðingar, heiðingjar og aftökur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Voru að fljúga heim frá Íslandi þegar flugmaðurinn sagði farþegum að líta út

Voru að fljúga heim frá Íslandi þegar flugmaðurinn sagði farþegum að líta út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur: „Ég blanda tantra inn í allt sem ég geri“

Þórhildur: „Ég blanda tantra inn í allt sem ég geri“