fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
Fókus

Uppblásinn IKEA sófi, Colgate lasagna og smokkur í spreybrúsa – Fyndnar en afar misheppnaðar markaðsherferðir

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 5. desember 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aldrei að vita hvað gengur í almenning og virðast fyrirtæki hafa svo að segja endalaust hugmyndaflug þegar kemur að því að framleiðslu varnings í von um gróða. Sumar þessara tilrauna eru reyndar bráðfyndnar og spurning hvað markaðsgúrúum viðkomandi fyrirtækja hreinlega gekk til.

Í ríflega 200 ár hafa flestir hugsað til tannkrems þegar nafnið Colgate ber á góma. (Smá fimmaurabrandari læddist þarna með). En árið 1982 ákvað fyrirtækið að nýta hið vel þekkta vörumerki til að halda á nýjar slóði, alls ótengdar tannumhirðu. Fyrirtækið ákvað að hefja innreið á matvörumarkaðinn, nánar tiltekið í framleiðslu frosinna skyndirétta.

Neytendur voru lítt hrifnir af hafa tannkremstengdar vörur í kvöldmatinn og innan nokkurra vikna var Colgate spaghetti og lasagna horfið úr verslunum. 

Árið 2006 datt þýskum markaðsgúrú að leysa hið viðvarandi vandamál karlmanna að finna smokk sem passar fullkomlega. Því var hafin framleiðsla á fljótandi latex sem menn áttu að geta dýft getnaðarlimi sínum í. Og sjá, eftir aðeins þrjá mínútur hafði myndast smokkur sem var sérhannaðar að fermingarbróður viðkomandi herramanns. 

En við þróun vörunnar kom í ljós vandamál. Mennirnir. sem fengnir voru til að prófa smokkaframleiðslugræjuna, voru lítt hrifnir af því að dýfa félaganum í sullið og margir hreinlega neituðu að taka þátt. Þeir sem þó prófuðu voru að mestu jákvæðir en kvörtuðu þó yfir hávaða í græjunni auk þess sem þriggja mínútna biðin ,,dræpi stemmuna.”

Þar sem dýfan í gúmmíið virtist angra flesta var reynt að einfalda ferlið, til dæmis með gerð spreyprúsa en eftirspurnin var minni en enginn og varan rataði aldrei í hillur verslana. 

,,Af hverju að taka megrunartöflur þegar þú getur notið Ayds?“ var vinsælt slagorð til margra ára.

Allt frá 1937 og fram á áttunda áratugarins var Ayds afar vinsælt hjá þeim sem vildu losna við nokkur kíló. Ayds var sælgæti sem sagt var bæla matarlyst og hvort sem það er nú rétt eða ekki seldist Ayds í áratugi. Það breyttist snarlega við tilkomu HIV, eða sem þá gekk ávallt undir nafninu AIDS.

Salan hrundi á núlleinni, fyrirtækið reyndi að breyta nafninu vörunnar í Diet Ayds, sem var sjálfdauð tilraun frá fyrsta degi. 

Allir þekkja penna. En líkt og Colgate töldu ráðamenn Bic vörumerkið það þekkt að nýta mætti það til markaðssetningar á fleiri vörum. Þær tilraunir teljast enn með þeim fyndnustu í sögu markaðsfræði.

Bic pennar fyrir konur voru ein tilraunin. Af hverju fyrirtækið taldi konur eiga erfiðara með notkun venjulegra penna en karlmenn er illskiljanlegt og tóku konur vægast sagt illa i hugmyndina. Hurfu ,,konupennarnir” því allsnögglega af markaði. 

En Bic gerði fleiri tilraunir og er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvað fólk þar á bæ. 

Bic ilmvatnið var ein tilraunin. Það var sett á markaði 1989 en af einhverjum ástæðum fannst konum lítt smart að úða á sig ilmi, almennt tengdum einnota pennum. Fyrirtækið tapaði 11 milljónum dollara á framtakinu. 

En Bic var ekki á því að gefast upp og hóf framleiðslu nærfatnaðar sama ár, einnig fyrir konur. Og ekki bara venjulegs nærfatnaðar heldur einnota nærbróka. Bic brækur heilluðu ekki og líkt og ilmvatnið voru þær allsnögglega teknar af markaði. 

Bic gerir þokkalegustu penna svo af hverju ekki að halda sig við það?

Árið 2017 setti kínverskt fyrirtæki á markað ,,leigukærustu.” Um var að ræða uppblásna dúkku sem var til margra hluta ,,nytsamleg.” Leigan var 45 dollarar á dag og gat leigutaki valið um háralit, fatnað of annað slíkt. Í þokkabót var boðið upp á heimsendingarþjónustu og kæró sótt sólahring síðar. 

Almenningi var svo misboðið að það tók aðeins fjóra daga að loka á þjónustuna. 

Einhverjum snillingi hjá Heinz datt í hug að fólk gæti verið komið með leið á að tómatsósa væri bara framleidd rauð. Því var ákveðið að setja fjölbreytni i vöruúrvalið og upp úr aldamótunum síðustu var farið að bjóða upp á fleiri liti á við við grænar og fjólubláar tómatsósur. Reyndar gekk salan vel í upphafi en þegar í ljós kom að sósurnar voru smekkfullar af vafasömum litarefni hrundi salan. 

Íslendingar, líkt og svo margir, eiga í einstöku sambandi við IKEA. Fyrirtækið hefur varla stigið feilspor í sinni framleiðslu og markaðssetningu en þó hafa Svíarnir gert einstaka mistök.

Ein þeirra var uppblásni sófinn sem hafin var sala á um miðjan níunda áratug síðust aldar. Sófinn var hræódýr og auðvelt að blása hann hann, var mælt með hárþurrku í blásturinn.

Aftur á móti lak sófinn svo hrikalega að það þurfti að blása hann upp allt að daglega auk þess sem hann átti það til að fjúka væru væru svaladyr eða gluggar opnaðir, væri vindasamt úti. 

Þar með blés sófinn sig góði út úr IKEA bæklingnum, sem reyndar er mest prentaða rit í heimi.

Bæklingurinn sló nefnilega biblíuna út fyrir nokkrum árum eftir að hafa trónað á toppnum í hvorki meira né minna en 500 ár. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt
Fókus
Í gær

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“