fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Saga B nýkomin heim frá Dúbaí í sjötta skipti – Segir allt stærra þar og karla meiri herramenn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 16. desember 2022 18:59

Saga B. Aðsendar myndir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og tónlistarkonan Berglind Saga Bjarnadóttir, kölluð Saga B, kom nýverið heim frá Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Þetta var í sjötta sinn sem hún heimsótti borgina. „Dúbaí er mitt „go-to“ til þess að slappa af, njóta og versla. En ég hef farið sex sinnum, án þess að telja misheppnaða Covid jólaferð þar sem ég festist í París vegna vandræða með PCR-próf og eyddi jólunum ein heima í sóttkví,“ segir hún í samtali við DV.

Saga B í Dúbaí. Aðsend mynd.

Aðspurð hvað það henni þykir svona heillandi við stórborgina segir hún: „Það er allt stærra í Dúbaí. Veitingastaðirnir, klúbbarnir, strandirnar, byggingarnar, bílarnir, herramenska karla í garð kvenna og jú, auðvitað oftast reikningarnir líka. En það má ekki gleyma útsýninu.“

Saga B í Dúbaí. Aðsend mynd.

„En það sem ég elska mest er endalaust framboð af góðum hummus og tabouleh með nóg af ólífuolíu, sem er eitthvað sem ég get borðað þrisvar á dag. Enda vita flestir hversu harður miðausturlenskur matar- og menningaráhugamaður ég er,“ segir hún.

Saga B í Dúbaí. Aðsend mynd.
Saga B í Dúbaí. Aðsend mynd.

Saga B kom nýverið heim frá Dúbaí og fór í það skipti með ítölskum vinum sínum. „Þeir voru að flytja fyrirtækið sitt þangað og vildu fá góða vinkonu í hópinn sem þekkir vel til og getur farið með þá ótroðnar slóðir og hjálpað þeim að kynnast borginni. En það voru auðvitað Lambó, Ferrari og Audi læti,“ segir hún og vísar í lúxusbifreiðarnar.

Aðsend mynd.
Aðsend mynd.

Saga B nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, með tæplega 15 þúsund fylgjendur á Instagram. Á dögunum birti hún nokkur myndbönd frá Dúbaí á TikTok.

Eins og þetta frá Artbat tónleikum í Soho Garden.

@sagab1111 #artbat #sohogardendxb #sohogarden #artbat2022 #edm #mdlbeast #techno #edm_electronicdancemusic #edmlife #minimal @sohogarden ♬ som original – No Music No Life 🎧

Hér sýnir hún frá hótelinu, The Meydan.

@sagab1111 It’s that Season #themeydanhoteldubai #themeydanhotel #themeydan #dubaichristmas #christmas #abayagirls #abayatifashion #horse ♬ Jingle Bell Rock – Bobby Helms

Svo má ekki gleyma bílunum.

@sagab1111 #Dubaibridge #lambo #audisrq8 }#dubaicars ♬ Element – Pop Smoke

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 3 dögum

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“