fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

„Erum við bara á þessum stað, að ganga árið 2023, að okkur finnst í lagi að senda svona skilaboð?“

Fókus
Mánudaginn 28. nóvember 2022 12:01

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn, þjálfarinn og fyrrverandi fitness-drottningin Alexandra Sif Nikulásdóttir hvetur fólk til að hugsa áður en það sendir skilaboð. Hún fékk ljót skilaboð frá einum fylgjanda sem sagði hana líta út eins og múmíu.

Alexandra Sif hefur lengi verið á sjónarsviðinu sem bæði vinsæll áhrifavaldur og fitness-stjarna. Hún er einnig móðir, þjálfari og förðunarfræðingur.

Í gær var hún að kynna námskeið sem hún mun halda í samstarfi við Make-Up Studio Hörpu Kára í desember. Hún mun koma til með að deila öllum sínum bestu ráðum er varðar val á snyrtivörum og tækni til að skapa fallega „glam“ förðun.

Hún sagði frá námskeiðinu í Story á Instagram, en ræddi einnig stuttlega um kvíða sem hún hefur fundið fyrir síðastliðið ár og aðgerð sem hún þurfti að gangast undir fyrir stuttu.

Einn fylgjandi hennar fann sig knúinn að þurfa að koma skoðunn sinni á útliti Alexöndru á framfæri og sendi henni eftirfarandi skilaboð: „Æ þú ert að verða eins og múmía, ertu eitthvað mikið veik?“

Skjáskot/Instagram

Alexandra birti skjáskot af skilaboðunum en faldi nafn viðkomandi, þrátt fyrir að vinkonur hennar höfðu hvatt hana til að birta það.

„Öllu gríni sleppt, erum við bara á þessum stað, að ganga árið 2023, að okkur finnst í lagi að senda svona skilaboð?“ spurði Alexandra og bætti við að það ætti ekki að skipta máli hvort fólk sé með opna Instagram-síðu eða ekki.

„Vinkonum mínum fannst að ég ætti að deila þessu með nafni viðkomandi. [Ég] er ekki vön að deila svona eða tala um svona nema þegar ég var ólétt og fólki fannst í lagi að kommenta á hvernig kúlan á mér liti út,“ sagði hún.

„Múmía er lík sem er búið að varðveita!“

Við sjáum aðeins lítið brot af raunveruleikanum

Alexandra minnti á að það sem við sjáum á samfélagsmiðlum annarra er aðeins agnarsmár hluti af lífi þeirra.  „Góð áminning líka að flestir, þar á meðal ég, deili bara brota broti af lífinu mínu hér á Instagram. Var að opna mig um kvíða og að ég hafi verið í aðgerð, sem er bara brot af lífinu mínu. Hvort tveggja hefur haft áhrif á sálina og líkamann. Á ekki einu sinni að þurfa að taka þetta fram,“ sagði hún og endaði þetta á vinalegri ábendingu:

„Hugsum áður en við sendum skilaboð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone