fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Úti er ástarævintýri – Harry og Olivia eru hætt saman

Fókus
Laugardaginn 19. nóvember 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og leikstjórinn Olivia Wilde og tónlistarmaðurinn Harry Styles eru hætt saman eftir um tveggja ára samband samkvæmt erlendum miðlum.

Þar er vísað til heimildarmanna sem segja að þau hafi hætt saman í góðu. Harry sé á leið á tónleikaferðalag erlendis og Olivia ætli að einbeita sér að uppeldi barna sinna og störfum sínum í Los Angeles.

Fyrstu fréttir bárust af sambandi þeirra í janúar 2021 þegar myndir náðust af þeim að leiðast á almannafæri.  Þau reyndu að halda sambandi sínu utan sviðsljóssins en þar sem Olivia var nýskilinn við fyrrverandi eiginmann sinn og barnsföður, Jason Sudeikis, fóru fljótlega að ganga sögur um að hún hafi slitið hjónabandi sínu til að geta byrjað með Harry og höfðu margir neikvæðar skoðanir á slíkum aðstæðum.

Mikið hefur verið fjallað um samband þeirra eftir að mynd sem Olivia leikstýrði og Harry lék í, Don’t Worry Darling, kom út en mikið drama var í kringum kvikmyndina og leikarahóp hennar.

Það hjálpaði svo ekki þegar fyrrum barnfóstra Oliviu og Jason steig fram opinberlega og sakaði Oliviu um framhjáhald og að hafa dregið Jason á asnaeyrunum.

Nú hefur parið ákveðið að halda í sitt hvora áttina svo líklega er þetta endirinn á öllu dramanu. Eða hvað? Fjölmiðlar hið ytra segja að sambandsslitin séu í reynd bara pása sem þau hafi tekið frá ástarsambandinu en þau ætli áfram að vera vinir. Kannski breytast aðstæður og þau finna leið til hvors annars aftur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Helgi Ómars kveikti í Instagram með sjóðheitum baðmyndum með kærastanum

Helgi Ómars kveikti í Instagram með sjóðheitum baðmyndum með kærastanum
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

„Narsissistar sýna oftast ekki sitt rétta andlit fyrr en þeir eru orðnir öruggir með að hafa náð þér“

„Narsissistar sýna oftast ekki sitt rétta andlit fyrr en þeir eru orðnir öruggir með að hafa náð þér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Útlendingar enn hissa á íslensku jólaljósunum – Er gyðingdómur svona líka rótgróinn á Íslandi?

Útlendingar enn hissa á íslensku jólaljósunum – Er gyðingdómur svona líka rótgróinn á Íslandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Jak og Kristín Sif trúlofuð – „Þúsund sinnum já var svarið“

Stefán Jak og Kristín Sif trúlofuð – „Þúsund sinnum já var svarið“