Theresa Knorr hefur oft verið kölluð versta móðir í heimi og á þá viðurnefni fyllilega skilið.
Therara fæddist í Sacramento í Kaliforníu árið 1946. Hún var um það bil tíu ára þegar að faðir hennar hennar fékk Parkinsons sjúkdóminn, missti vinnuna og varð afar þunglyndur. Theresa, sem var yngri tveggja systra varð í kjölfarið enn nánari móður sinni og því var það henni afar erfitt þegar að móðir hennar lést snögglega árið 1961.
Fyrsta hjónabandið dauðadæmt
Theresa var fimmtán ára gömul og samband hennar við föður sinn vægast sagt skelfilegt. Faðir hennar gagnrýndi svo að segja allar hennar gjörðir og svo fór að hún að hún fór að heiman og gifti sig, aðeins 16 ára gömul. Eiginmaðurinn hét Clifford Clyde Sanders, var fimm árum eldri en Theresa, og höfðu þau aðeins þekkst í örfáa mánuði.
Ári síðar, 1963, eignaðist Theresa son, Howard, en hjónabandið var dauðadæmt. Theresa virðist hafa alla verstu eiginleika föður síns, gagnrýndi eiginmann sinn og sakaði hann sí og æ um framhjáhald.
Hjónabandið virðist líka hafa verið litað ofbeldi og í júní 1964 kærði Theresa mann sinn fyrir að hafa kýlt sig í andlitið. Af einhverju ástæðum var málið fellt niður.
Aðeins mánuði síðar kom að Clifford vildi binda enda á hjónabandið, sagði Theresu að hann væri farinn og gekk í átt að útidyrunum. Viðbrögð Theresu voru að skjóta hann í bakið. Clifford lést samstundis. Hann var 22 ára gamall.
Réttar höld og annað hjónaband
Hin 17 ára gamla Theresa var ákærð fyrir morð. Hún bar fyrir sig sjálfsvörn, sagði mann sig hafa verið alkahólista sem beitti sig ofbeldi, og var sýknuð. Systir Theresu bar vitni Það hefur svo að segja örugglega hjálpað að Theresa var ólétt og eignaðist stúlku, Sheilu, árið 1965.
Fljótlega eftir fæðingu Sheila byrjað Theresa að drekka mikið og illa. Það var einmitt á bar sem hún hitti Estell Thornsberry og hófu þau sambúð. Henni lauk þó fljótlega þar sem Theresa lagði það í vana sitt að fara á bari og láta sig hverfa svo dögum skipti en skilja börnin eftir hjá Estell. Estell gekk út þegar að Theresa hélt við besta vin hans.
Átti börn árlega
Theresa var ekki lengi að finna sér nýjan eiginmann, Robert Wallace Knorr, og komu börnin á bretti. Suesan fæddist 1966, William árið 1967, Robert yngri kom 1968 og að lokum Theresa sem móðir hennar skýrði í höfuðið á sjálfri sér. Hún var þó alltaf kölluðu Terry.
Theresa hélt sínu striki, gagnrýndi Robert og sakaði hann um framjáhald. Hún hélt líka áfram að drekka illa en bæði hjónin voru skapstór og slógust oft fyrir framan börnin. Robert gekk út um í lok árs 1970. Hann gerði ítrekaðar tilraunir til að hafa samband við börnin eftir skilnaðinn en Theresa kom í veg fyrir það.
Skammlíf hjónabönd og ofbeldi
Theresa lét aldrei líða langt á milli karlmanna og átti eftir að gifta sig tvisvar enn. Árið 1971 gekk hún í hjónaband með Ronald Pulliam en líkt og eiginmaður númer tvö gekk hann út þegar að Theresa skildi börnin eftir hjá honum til að fara út að drekka.
Síðasti eiginmaður Theresu var Chet Harris, sem hún giftist 1976. Dóttir Theresu, Suesan, varð strax afar náin Chet, sem hún leit á sem föður en Theresa þoldi það illa og skildu þau eftir aðeins þriggja mánaða hjónaband.
Elsti sonur Theresu, Howard, flutti að heiman um leið og hann hafði aldur til enda þurftu börn Theresu þurftu að þola andlegt og líkamlegt ofbeldi af hendi móður sinnar. Hún tróð upp í þau mat þar til þau köstuðu upp og lét þau borða æluna. Hún brenndi þau með sígarettum og henti í þau hnífum.
Hataði dætur sínar
Sérstaklega hataði Theres dætur sína og jókst hatrið eftir því sem þær Suesan og Sheila urðu eldri og líkamlega þroskaðri.
Theresa hataði hrukkulaus andlit þeirra og stinnan líkama en sjálf hafði hún fitnað gríðarlega auk þess sem drykkjan hafði sett mark sitt á hana. Hún einangraði sig og börnin, lét taka símann úr sambandi og bannaði allar gestakomur.
Þeir fáu sem stigu inn fyrir hússins dyr sögðu íbúðina skítuga og anga af hlandi og nágrannar sem sáu börnin sögðu þau sóðalega og afar taugaveikluð.
Theresa sagði líka fjórða eiginmann sinn, Chet, hafa breytt Suesan í norn og misþyrmdi henni harkalegast af börnunum. Suesan flúði heimilið eitt sinn eftir sérstaklega slæmar barsmíðar og fann lögregla hana vafrandi um göturnar.
Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún sagði starfsfólki frá framferði móður sinnar en þegar að Theresa mætti sagði hún Suesan ljúga enda væri hún geðveik.
Handjárnuð og svelt
Enginn gerði neitt til að hjálpa stúlkunni og var Suesan send heim með móður sinni sem refsaði henni með hrottalegum barsmíðum sem hún neyddi systkini Suesan til að taka þátt í. Hún handjárnaði hana síða við eldhúsborðið og lét hin börnin standa vaktir til að koma í veg fyrir flóttatilraun. Theresa hringdi í skóla Suesan og afskráði hana og fljótlega tók hún líka hin börnin úr skóla.
Suesan var handjárnuð við eldhúsborðið í tvö ár. Hún fékk einstaka sinnum að borða en var oftast kefluð. Einn morgun árið 1983 var Theresa óvenju illskeytt og barði öll börnin. Hún losaði handjárn Suesan, sem þá var 17 ára, en lét byssu í hendur yngstu dóttur sinnar, Terry, og sagði henni að skjóta eldri systur sína reyndi hún að sleppa. Þegar að eitt systkina missti eitthvað í gólfið með látum brá hinni 13 ár gömlu Terry það mikið að skot hljóp úr byssunni og í Suesan.
Morði á Suesan
Kúlan festist í brjóstholi hennar og var Suesan alvarlega slösuð en þó á lífi. Theresa neitað alfarið að fara með Suesan á sjúkrahús eða leita annarrar læknisaðstoðar. Þess í stað handjárnaði hún dóttur sína aftur og skipaði sonum sínum að færa systur sína í baðkarið. Lét Theresa son sinn,
Suesan lifði af skotið en fékk slæmar sýkingar og blóðeitrun en tórði þó. Þannig liðu næstu mánuðir og alltaf lá Suesan milli lífs og dauða í baðkarinu þar til hún var sjaldnast með meðvitund.
Í júlí 1984 pakkaði Theresa öllu eigum Suesan í ruslapoka, batt hendur hennar og fætur saman, setti límband yfir munn hennar og skipaði sonum sínum, Robert og William að bera hana út í bíl. Þegar þau voru komnir nógu langt frá mannabyggðum tóku þeir systur sína úr bílnum, lögðu á jörðina og settu eigu hennar á bringu hennar. Því næst hellti Suesan yfir hana bensíni og kveikti í. Sagði hún djöfulinn hafa búið á Suesan og væri eldur eina leiðin til hreinsunar.
Suesan var enn á lífi þegar að móðir hennar kveiktu í henni. Lík hennar var það illa farið þegar hún fannst að ekki voru borin kennsl á hana.
Bræðurnir voru 16 og 17 ára þegar þeir tóku þátt í morðinu á systur sinni.
Dó úr hungri inni í skáp
Eftir að hafa myrt Suesan beindist reiði Theresu aðallega að elstu dótturinni, Sheilu. Theresa hafði aldrei unnið dag í lífi sínu og þáði atvinnleysisbætur. Fannst henni tímabært að auka tekjur fjölskyldunnar og neiddi Sheilu til að stunda vændi. Tók hún allar tekjur Sheilu af vændinu.
Eftir nokkrar vikur beit Theresa í sig að hafa fengið kynsjúkdóm af klósettsetunni og væri Sheilu um að kenna.
Hún lokaði því Sheilu inni í skáp þar sem hún lést úr hungri. Sagði Theresa við einu eftirlifandi dóttur sína, Terrie, um að hún færi sennilegast sömu leið enda væri það systrunum að kenna að hún hefði fitnað þetta mikið og liti almennt illa út.
Theresa og synir hennar settu líkið af Sheilu í kassa og hentu því út við þjóðveg. það liðu mörg ár áður en vitað var hverjar stúlkurnar tvær voru.
Of ótrúleg saga
Terry sagði síðar að móðir hennar hefði neytt hana til að brenna íbúð þeirra til að afmá öll sönnungargögn um morðin. Hún sagði einnig að hún hefði sloppið við sömu örlög og systir hennar vegna þess að hún stóð uppi í hárinu á móður sinni. Terry var ung og og mun sterkari en Theresa, sem var illa farin af ólifnaði. Báðir bræðurnir voru farnir að heiman svo Theresa gat ekki sigað þem á Terry.
Terry fór út að vild og þorði móðir hennar ekki að stöðva hana. Terry margfór til lögreglu og sagði frá morðunum en saga hennar var svo ótrúleg að ekki nokkur maður trúði henni.
Réttlæti með hjálp sjónvarpsþáttar
Árið 1993 fékk Terry nóg af afskiptaleysi lögreglu og hringdi í sjónvarpsþáttinn America’s Most Wanted og sagði þeim sögu sína. Loksins var henni trúað og forsvarsmenn þáttarins fengu öllu betri öllu betri viðtökur hjá lögreglu en Terry.
Lögregla áttaði sig á að hin tvö óþekktu kvenmannslík sem fundust fyrir tæpum tíu árum væru systurnar.
Theresa, William og Robert voru höfðu öll skipt um nafn og flutt frá Kaliforníu en fundust fljótlega og voru þau ákærð fyrir morð auk fjölda annara brota, meðal annars pyntingar.
Theresa sagði sig saklausa en skipti um skoðun þegar hún frétti af því að Robert hefði gert samning við saksóknara um að vitna gegn henni gegn vægari dómi. Slapp hún því við dauðarefsingu.
Réttarhöld og dómar
Þar sem bræðurnir höfðu verið ungir og stjórnað af móður slupp þeir vel, enda ekki sekir um morðin.
William Knorr fékk með skilorðsbundin dóm gegn því að fara í sálfræðimeðferð. Flestallar ákærur gegn Robert voru felldar niður fyrir utan ákæru um yfirhylmingu. Hann hafði aftur á móti myrt mann í tilraun til ráns fyrir handtökuna og hlaut sextán ára dóm fyrir það.
Theresa Knorr fékk tvo lífstíðardóma. Hún getur fengið reynslulausn 2024.
Enginn hefur trú á því að henni verði veitt lausn. Hún mun að öllum líkindum aldrei fá frelsið og grætur það enginn.
Terry jafnaði sig aldrei að fullu eftir hina hræðilegu barnæsku. Hún var tvígift og nýlega skilin þegar hún lést úr hjartaáfalli árið 2011. Hún var 41 árs gömul.