fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Eftir tíu ára skírlífi fann hún sér mann sem elskar erótíska niðurlægingu – „Hann bara elskar þetta“

Fókus
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Welch er 59 ára bloggari sem heldur úti bloggi um fjölástir (e. polyamoury). Á blogginu fjallar hún um ævintýralegan lífsstíl sinn og eiginmannsins sem eru bæði fjölkær og stunda einnig BDSM. Hún deilir því þó í viðtali við hlaðvarpið Consenting Adults að hún hafi ekki alltaf lifað svona fjörugu og opinskáu lífi.

„Ég var alinn í mjög íhaldssamri fjölskyldu á sveitabæ. Ég hugsaði aldrei um eitthvað umfram það að gifta mig, flytja í draumaheimilið og eignast börn og buru,“ sagði Crystal.

Og það gerði hún. Hún fann mann, giftist honum og bjóst við að lífið yrði fullkomið. Það varð þó ekki svo.

„Ég uppgötvaði eftir þó nokkur ár – við vorum gift í 15 ár – að við vorum að lifa sitt hvoru lífinu. Ég fann vel fyrir öllum hömlunum og skyldunum sem fylgja því að vera í einkvæni, og fann enga kosti við það.“

Auglýsti eftir kokkál

Eftir að hún og maðurinn hennar skildu ákvað hún að einbeita sér að framanum og fór hvorki á stefnumót né stundaði kynlíf í heilan áratug. Loks ákvað Crystal þó að leita sér að nýjum maka.

„Ég vildi ekki gifta mig aftur. Mér datt ekki til hugar að ég myndi gifta mig aftur því ég hélt að hjónaband fæli í sér einkvæni. Svo ég ákvað bara strax þarna hvað ég vildi. Ég setti inn stutta auglýsingu á síðuna Craigslist fyrir nokkrum árum og sagði þar: „Ég er manneskja á framabraut, er að leita mér að félagsskap og rétti. maðurinn fyrir mig er kokkáll [maður sem finnst æsandi þegar maki hans sængar hjá öðrum].

Hún fékk viðbrögð við auglýsingunni og kynntist þar manni sem var tilbúinn í það sem hún hafði uppá að bjóða. Þau smullu vel saman og eftir stutt tilhugalíf fóru þau að bjóða fleirum með sér í rúmið í trekant og segir Crystal að það hafi verið mjög spennandi.

Erótísk niðurlæging

Þarna vissi Crystal betur hvað hún vildi. Hún vildi fjölástir, en ólíkt því sem hún hafði áður talið, þýddi það ekki að hún gæti ekki gift sig. Svo þau stigu skrefið til fulls og eru nú í fjölkæru hjónabandi og gætu ekki verið sáttari.

Crystal hafði líka áttað sig á því þennan tíma sem hún var einhleyp að hún er með blæti fyrir því að drottna í svefnherberginu. Þó hún hafi ekki tilgreint það í Craigslist auglýsingunni og minntist ekkert á það í nýja sambandi sínu, ekki fyrr en það kom á daginn að nýi maðurinn var heldur betur til í það enda var hann með blæti fyrir því sem kallast erótísk niðurlæging.

Í því felst að hann örvast kynferðislega við það þegar hann er niðurlægður eða gert lítið úr honum en fellur vel að því að láta drottna yfir sér.  Crystal segir að fyrst hafi henni þótt þetta furðulegt, en síðan áttað sig á að þetta fæli í sér að maðurinn hennar nyti þess að vera undirgefinn í kynferðislegum aðstæðum.

„Þetta snýst samt ekki um að láta honum líða illa. Það sem erótísk niðurlæging er í raun og veru er leið til að endurskrifa kynferðislega skömm. Þetta kemur mínum manni virkilega til, hann bara elskar þetta. Eftir að við erum búin að taka svona kvöld þá líður honum eins og hann sé nýkominn úr mánaðarlöngu fríi, það er það sem þetta gerir fyrir hann.“

Næst á dagskrá hjá þeim hjónum er svo að finna varanlegan aðila til að taka þátt í hjónabandi þeirra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann