fbpx
Þriðjudagur 24.maí 2022
Fókus

Íslensk stúlka keppir í X-Factor í Danmörku í kvöld

Fókus
Föstudaginn 21. janúar 2022 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir láta drauminn rætast. Angela Rán Egilsdóttir er 18 á íslensk stúlka sem hefur búið með fjölskyldu sinni í Horsens í Danmörku undanfarin tvö ár. Angela hefur alltaf haft gaman af söng og hefur hæfileikana með sér en hefur þó ekki enn ráðist í söngnám.

Angela hefur komist í gegnum nokkrar hindranir í keppninni. Henni tókst að komast í forval frammi fyrir dómara og er hún tók þátt í áheyrnarprufum með dómurum komst hún í hóp þeirra sem fá að keppa í sjónvarpsútsendingunni, á svokölluðu 6 Chairs stigi keppninnar.

Útsendingin verður á TV-2 í Danmörku í kvöld. Þar syngur Angela lagið „Scared to be Lonely“ með Martin Garrix og Dua Lipa.

Angela bjó um tíma á Höfn í Hornafirði og söng töluvert þar í litlum keppnum. Hana langaði hins vegar til að prófa eitthvað stærra og ákvað þess vegna að taka þátt í keppninni í Danmörku.

Þrjátíu og sex manna hópur stígur á sviðið í þættinum.

Þess má geta að TV-2 ræddi við Angelu og fleiri keppendur í aðdraganda útsendingarinnar. Sjá nánar hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sturluðustu ástæðurnar fyrir aftökum í galdraofsóknunum – Hurðaskellur og heyrnarleysi

Sturluðustu ástæðurnar fyrir aftökum í galdraofsóknunum – Hurðaskellur og heyrnarleysi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína
Fókus
Fyrir 4 dögum

Innlit á heimili Travis Barker

Innlit á heimili Travis Barker
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“