fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Kennir fyrrverandi um að dóttir þeirra sé á OnlyFans

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. júní 2022 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Charlie Sheen hefur ýmislegt að segja um að dóttir hans, Sami Sheen, sé á OnlyFans.

Frægðarsól Charlie reis á níunda áratugnum, með kvikmyndum eins og Platoon og Wall Street. En hann er hvað best þekktur fyrir geysivinsælu sjónvarpsþættina Two and a Half Men.

Sami, sem er átján ára, tilkynnti í gær á samfélagsmiðlum að hún væri byrjuð á OnlyFans.

„Ég gef þessu ekki mína blessun,“ sagði leikarinn í yfirlýsingu til E! News.

„En þar sem ég get ekki komið í veg fyrir þetta þá hvatti ég hana til að halda þessu snyrtilegu, listrænu og að fórna ekki heilindum sínum.“

Charlie gaf einnig til kynna að þetta væri móður hennar, leikkonunni Denise Richards, að kenna.

„[Sami] er 18 ára núna og býr hjá mömmu sinni. Þetta gerðist ekki undir mínu þaki.“

Denise svaraði ásökunum hans í samtali við E! News.

„Sami er átján ára og hvar hún á heima kom þessari ákvörðun ekkert við. Eina sem ég get gert sem foreldri er að leiðbeina henni og treysta dómgreind hennar, en hún tekur eigin ákvarðanir.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by sami sheen (@samisheen)

Sami greindi frá því að hún væri byrjuð á OnlyFans á Instagram í gær. Hún birti mynd af sér í bikiní og skrifaði með: „Smelltu á hlekkinn í bio ef þú vilt sjá meira.“

Denise skrifaði við færsluna: „Sami, ég mun alltaf styðja þig og standa við bak þitt. Ég elska þig.“

Charlie Sheen og Denise Richards voru gift á árunum 2002 til 2006. Þau eiga tvö börn saman, Sami og Lolu Sheen, 17 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“