fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
FókusViðtalið

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 22. maí 2022 09:00

Trausti Breiðfjörð Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það tók alveg nokkra daga að jafna sig eftir kosninganóttina. Þetta er breyting og það var skrítið að vakna daginn eftir með fullt af skilaboðum og fólki að adda manni sem vini á samfélagsmiðlum,” segir Trausti Breiðfjörð Magnússon, nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

Trausti er aðeins 26 ára gamall og því í hópi þeirra borgarfulltrúa sem hafa hvað yngstir hlotið kosningu. 

Táningurinn Trausti.

Hann segir að kosningin hafi ekki komið sér á óvart, ekki með húsnæðismálin í forgangi. ,,Hinir flokkarnir voru að fókusa á borgarlínu og samgöngumál en mér fannst það aldrei vera eitthvað forgangsmál.

Það var ótrúlegasta fólk að heyra í okkur, jafnvel fólk sem hafði áður kosið Sjálfstæðisflokkinn,” segir hann.

Missti af góðærinu

Trausti er alinn upp af alþýðufólki og talar við alþýðufólk. Hann segir oft hafa verið líflegar pólítiskar umræður við kvöldmatarborðið en búsáhaldabyltingin er ein af hans fyrstu minningum. Trausti telur að það ástand hafi tvímælalaust átt þátt í að móta hann.

,,Maður ólst upp við þessa reiði og óánægjuna sem henni fylgdi. Ég missti alveg af góðærinu en náði reiðinni. Mamma var einstæð móðir og stundum gat verið erfitt að ná endum saman. Ég smitaðist því auðvitað af réttlætiskennd hennar og Jóns Bjarka bróður míns.”

Trausti á æskuárunum.

Trausta eru húsnæðismál mikið hjartans mál og segist hann hafa heyrt margar ljótar sögur í aðdraganda kosningana. Sjálfur segist hann hafa verið það gæfusamur að alast upp án þess að þurfa að vera á sífelldu flakki á milli staða á óöruggum leigumarkaði.

,,Við vorum heppin að því leyti að mamma fékk fyrirframgreiddan arf eftir skilnaðinn við pabba svo að hún gat keypt íbúð í Grafarvoginum með aðstoð foreldra sinna.

Sjálfur skil ég ekki hvernig fólk með börn fer að þessu, sérstaklega einstæðir foreldrar.”

Hvað er frelsi?

Trausti segir leigumarkaðinn í algjöru rugli, borgin verði að stíga inn með úrræði og hann taki af öllu hjarta undir kröfur samtaka leigjenda um leiguþak.  ,,Mér finnst líka alltaf skrítið þegar talað er um ,,frjálsan” markað því 90 prósents fólks vill ekki vera á leigumarkaði. Hvaða frelsi er fólgið að vera í stöðu sem maður vill ekki vera í?  Borgin þarf að veita fólki það frelsi að lifa því lífi sem það kýs að lifa með að byggja upp öruggt húsnæði. Það er ekki hægt að tala um frjálst val þegar verið er að borga 50-70 prósent af ráðstöfunartekjum í leigu.” 

,,Það er svo mikilvægt að fólk finni að það sé einhver sem hlusti og sé fulltrúi þeirra.  Mörgum líður eins og það sé enginn að hlusta, nema rétt fyrir kosningar,” bætir Trausti við.  

Gleymdist kannski

Burtséð frá áherslu á húsnæðismál brennur Trausti fyrir málefnum barna og skólakerfinu, og vill alla þjónustu við börn innan skólanna, þjónustu á við iðjuþjálfun, sálfræði- og talmeinaþjónustu. Hann er sjálfur barnlaus en segist eiga auðvelt með að setja sig spor barna sem þurfi á þjónustu að halda. 

,,Foreldrar mínir skildu þegar ég var átta ára og reynsla mín af andlegum vandamálum er sprottin upp úr því. Þá hefði ég alveg klárlega þurft á einhverri sálfræðiaðstoð að halda. En það var rándýrt, mamma blönk og oft erfitt að komast af sem aftur stressaði mig upp. Og kannski gleymdist maður örlítið í þessu öllu en ég skil það auðvitað mjög vel.

Þá hefði skólinn mátt stíga inn og veita mér andlega þjónustu því skilnaður er mjög ofarlega á lista yfir alvarlegustu áföll sem fólk upplifir. Það hefði verið gott að hafa aðgengi að aðila til að tala við í trúnaði,” segir Trausti. 

Trausti með litlu frænku sinni.

 ,,Það er ekki bara mannúðlegra heldur borgar það sig fyrir samfélagið. Við töpum á því að fá fólk út úr skólakerfinu sem til dæmis líður illa andlega eða á erfitt með tal svo fátt eitt sé nefnt,” bætir hann við.   

Bergið bjargaði

Trausti var orðinn fullorðinn þegar hann fór fyrst að ræða skilnaðinn við fagmenn. ,,Það breytti öllu þegar ég fór að mæta í Bergið Headspace. Þá gat ég farið að mæta vikulega því ég hafði ekki efni á sálfræðingi í hverri viku. Ég var kannski að mæta mánaðarlega og svo var eitthvað að koma upp á þess í milli sem maður var kannski búinn að gleyma þegar loksins kom að næsta tíma. Þetta gerðist einfaldlega ekki nógu hratt en í Berginu fékk ég ráðgjöf sem hefur hjálpað mér mjög mikið. 

Mér finnst mjög flott að það sé svona úrræði til staðar fyrir ungt fólk.” 

Aðspurður hvort hann nýti sér enn þjónustu Bergsins segist Trausti vera komin yfir aldursskylirði. ,,Ég hef ekki látið á það reyna, hef ekki farið eftir að ég varð 26 ára. En þau eru nú örugglega ekkert ströng á þeim,” segir hann og brosir. 

Mjög sáttur við Bergið. 

Kvíðinn og þunglyndið mótandi

Trausti segir glímuna við þunglyndi og kvíða í gegnum árin hafa verið afar mótandi í sínu lífi. ,,Mér finnst andleg vandamál vera faraldur á Íslandi og ég held að við þurfum bæði fyrirbyggjandi lausnir og einnig úrræði til að eiga við slík vandamál eftir að þau koma fram. Og ég held að öryggi á húsnæðismarkaði sé partur af því þar sem kvíði og þunglyndi er afleiðing af því fólk er í algjöru adrenalínástandi út af óöryggi hvort það nái að hafa þak yfir höfuðið.”

Hann segir að ekki mega heldur gleyma kapphlaupinu sem allir séu í. ,,Þú þarft að eiga þetta, vera með þessa menntun og þennan status. Allir eru einhvern vegin að bera sig saman við næsta mann og ég held að það sé löngu kominn tími til að við slöppum aðeins af. Fólki líður bara verr í samfélagi sem er ekki að sjá um fólkið sitt.”

Hann segir grunninn ekki í lagi. ,Við erum ekki með mannúðlegt samfélag með nauðsynlegum forvörnum og þá verða afleiðingarnar verri. Annars höldum við bara áfram að dæla peningum í heilbrigðiskerfi en þá verða hægri menn brjálaður og afleiðingin verður bara allsherjar kaos.”

Eitthvað svo týpískt

Trausti prófaði stjórnmálafræði og kennaranám en fannst hvorugt henta sér. Hann skipti því yfir í sálfræði og félagsfræði og á eitt ár eftir af náminu. ,,Það verður að bíða og það er bara í góðu lagi.”

Löngunin til að búa erlendis hefur líka kraumað í Trausta, sem reyndar var á leið út í skiptnám í vor. ,,En omnikrom kom í veg fyrir það, sem var eitthvað svo týpískt, og þess í stað tók ég mér pásu og fór á fullt með Sósíalistaflokknum. Allt í einu hafði ég svo mikla orku til að taka þátt í starfinu, orku sem ég hafði ekki meðan að ég var í náminu. Fólk hefur greinilega verið sátt við það sem ég hafði að segja því áður en ég vissi var mér boðið sæti á listanum.”

Eftirsóttur piparsveinn?

Trausti sér aftur á móti fram á að missa húsnæði sitt á stúdentagörðunum þar sem hann hefur tekið sér frí frá náminu. Hann segir að vissulega sé ástandið á húsnæðismarkaðnum ekki gáfulegt í augnablikinu en hann hafi fram í ágúst að finna sér nýtt.

Endar hann kannski á sófanum hjá Sönnu Magdalenu, oddvita Sósíalista?

Trausti hlær og segist vona ekki. ,,Ég hef talaði við vin minn og við erum að spá í að reyna að finna okkur leiguhúsnæði saman. Það er ekki heldur alltaf gaman að vera einn þegar maður er einhleypur. Þá er miklu meira gaman að vera með félaga auk þess sem það hjálpar auðvitað að geta dreift kostnaðinum.”

Auðvitað grípur blaðamaður það á lofti að Trausti sé einhleypur. Er hann búinn undir að birtast á lista fyrir tíu efnilegustu piparsveina landsins eða einhverju sambærilegu? ,,Já þú meinar? Ég hafði nú ekki hugsað út í það! Tja, ég er á lausu en það verður að koma í ljós hvort maður hefur tíma til svoleiðis í nýju starfi.”

Ofurhetjur óþarfar

 Hvernig líst Trausta á nýjan vinnustað við Tjörnina?

,,Ég veit í raun ekkert hvað ég er að fara út í en ég treysti Sönnu og fólkinu í grasrótinni. Ef við erum öll saman í þessu held ég að þetta muni allt koma til með að ganga vel. Og svo er víst námskeið í byrjun júní til að kynna hvernig þetta gengur allt fyrir sig svo það ætti að hjálpa. En þetta er spennandi.”

Hann hlakkar til að láta til sín taka. ,,Ég skil ekki af hverju allt tekur svona langan tíma, það er eins og stjórnendur séu bara ekki í tengslum við venjulegt fólk. Þetta getur verið frústrerandi.” Hann tekur verkefnið Rampar í Reykjavík sem dæmi um úrræðaleysi borgarinnar.

Trausti og Sanna eru fulltrúar Sósíalista í borgarstjórn.

Verkefnið er hugarsmíð Haraldar Þorleifssonar, hugmyndasmiðs, og er ætlað að byggja eitt þúsund hjólastólarampa um land allt. ,,Halli er að gera frábæra hluti en borgin átti að vera búin að þessu fyrir löngu. Það á ekki að vera á hans ábyrgð né einhverrja milljónera að koma og bjarga okkur eins og í einhverri ofuhetjumynd. Óskiljanlegt alveg.” 

Talið berst að niðurstöðum kosninganna og segir Trausti augljóst að hægri flokkarnir hafi fengið skell. ,,Við erum að sjá að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkurinn og Viðreisn missa allir fylgi á meðan það róttæka er að bæta við sig á kostnað hins hefðbundna vinstri, Samfylkingarinnar. Það er klárlega kall eftir breytingum,” segir hann en bæði Sósíalistar og Píratar bættu við sig manni í Reykjavík, og svo auðvitað Framsókn sem aftur tekur sæti í borgarstjórn eftir kosningarnar.  

Sjálfur hefði ég beðið

Aðspurður um hvort hann líti ekki á Framsóknarflokk sem hægri flokk segir Trausti að það verði að koma í ljós í hvaða átt Framsókn vilji vinna. ,,Og við erum tilbúin að skoða það. En það er sveiflan til vinstri sem var augljós í þessum kosningum og við tölum fyrir því að það verði mynduð einhvers konar félagshyggjustjórn í anda Reykjavíkurlistans.”

Trausti bætir við að hann sé reyndar of ungur til að muna eftir Reykjavíkurlistanum en hann þekki til uppbyggingar hans, ekki síst á leikskólum borgarinnar. ,,Við þurfum að fara í svipað átak í húsnæðismálum og þá var gert í leikskólamálum.”

En hvað um ákvörðun Vinstri grænna að draga sig í hlé?

Hann hugsar málið. ,,Það er sérstakt. Núna er alvöru séns á félagshyggjustjórn en það verður að koma í ljós hvort þetta er endanleg niðurstaða hjá þeim. Líf tók þessa ákvörðun daginn eftir kosningar, en sjálfur hefði ég kannski beðið aðeins því það eru ennþá mismunandi leiðir til að mynda meirihluta.”

Er ekki kommi

Trausti vill ekki taka undir að hann sé kommi. ,,Ég er sósíalisti og vill að fólkið hafi meira að segja. Tökum sem dæmi vinnustaði. Þar á fólk að hafa meira að segja í stað þess að það sé einn yfirmaður með alræðisvald yfir öllum. Við erum valddreifingarflokkur sem vill spyrja fólkið hvað það vill og heyra þeirra lausnir.” 

Nú er Trausti orðinn opinber persónu með þeim skotleyfum sem því fylgja. Hann segist nokkuð viss um að hafa nógu sterkan skráp í hlutverkið

,,Ég get tekið mörgu. Ég hef verið að vinna með fólki með andlega erfiðleika í íbúðarkjarna í nokkur ár og það var erfitt fyrst, maður þurfti að þola gífuryrði enda eðlilegt að fólk með slíkar raskanir missi stjórn á skapi sínu. En ég er öllu vanur og skil af hverju fólk er reitt og það hefur engin persónuleg áhrif á mig. Maður reynir að gera eins vel og unnt er og má ekki lemja niður sjálfan sig svo lengi sem maður er bókstaflega búinn að reyna allt til að hjálpa.

En maður hættir ekki þangað til. Og fær vonandi ekki mikinn skít yfir sig í leiðinni.”

Borgarstjórinn of stór

Hvar sér Trausti sig eftir áratug? Sem borgarstjóra kannski? Trausti hlær og hristir höfuðið. ,,Ég veit ekki, það er bara eitthvað of stórt til að hugsa um.”

Hann neitar aftur á móti ekki að landsmálapólitíkin sé einnig spennandi vettvangur.  ,,Þar er mikið sem má bæta, hlutir sem við getum ekki gert í borginni. Það eru kostir og gallar við bæði, maður er nær fólkinu í borginni en það eru svo margar stórar ákvarðanir teknar inni á þingi. Til að mynda skattamálin, getan til að færa skattbyrðina frá þeim fátækustu og til þeirra sem hafa meira afl til að taka þátt í samfélaginu.“

,,,,,,Annars veit ég það hreinlega ekki, kannski verður maður búinn að fá nóg, en eins og staðan er núna finnst mér ég hafa ótrúlega mikið fram að færa. 

Og ætla að halda því áfram í borginni meðan ég hef krafta til þess,” segir Trausti Breiðfjörð Magnússon, nýkjörinn borgarfulltrúi Reykvíkinga. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 mínútum

Mikil óánægja með tónleika IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“

Mikil óánægja með tónleika IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“
Fréttir
Fyrir 49 mínútum

Leit að Áslaugu hætt að sinni

Leit að Áslaugu hætt að sinni
Pressan
Fyrir 57 mínútum

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Viktoría fékk hjartastopp í Tbilisi og var flutt á bráðadeild – Ríkislögreglustjóri réttlætir aðgerðirnar gegn henni

Viktoría fékk hjartastopp í Tbilisi og var flutt á bráðadeild – Ríkislögreglustjóri réttlætir aðgerðirnar gegn henni
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættan á umhverfisslysi eins og í Mjóddinni

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættan á umhverfisslysi eins og í Mjóddinni
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
Fréttir
Fyrir 20 mínútum

Mikil óánægja með tónleika IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“

Mikil óánægja með tónleika IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“
Fréttir
Fyrir 49 mínútum

Leit að Áslaugu hætt að sinni

Leit að Áslaugu hætt að sinni
Pressan
Fyrir 57 mínútum

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Viktoría fékk hjartastopp í Tbilisi og var flutt á bráðadeild – Ríkislögreglustjóri réttlætir aðgerðirnar gegn henni

Viktoría fékk hjartastopp í Tbilisi og var flutt á bráðadeild – Ríkislögreglustjóri réttlætir aðgerðirnar gegn henni
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættan á umhverfisslysi eins og í Mjóddinni

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættan á umhverfisslysi eins og í Mjóddinni
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
Fréttir
Fyrir 20 mínútum

Mikil óánægja með tónleika IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“

Mikil óánægja með tónleika IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“
Fréttir
Fyrir 49 mínútum

Leit að Áslaugu hætt að sinni

Leit að Áslaugu hætt að sinni
Pressan
Fyrir 57 mínútum

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Viktoría fékk hjartastopp í Tbilisi og var flutt á bráðadeild – Ríkislögreglustjóri réttlætir aðgerðirnar gegn henni

Viktoría fékk hjartastopp í Tbilisi og var flutt á bráðadeild – Ríkislögreglustjóri réttlætir aðgerðirnar gegn henni
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættan á umhverfisslysi eins og í Mjóddinni

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættan á umhverfisslysi eins og í Mjóddinni
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
Fréttir
Fyrir 20 mínútum

Mikil óánægja með tónleika IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“

Mikil óánægja með tónleika IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“
Fréttir
Fyrir 49 mínútum

Leit að Áslaugu hætt að sinni

Leit að Áslaugu hætt að sinni
Pressan
Fyrir 57 mínútum

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Viktoría fékk hjartastopp í Tbilisi og var flutt á bráðadeild – Ríkislögreglustjóri réttlætir aðgerðirnar gegn henni

Viktoría fékk hjartastopp í Tbilisi og var flutt á bráðadeild – Ríkislögreglustjóri réttlætir aðgerðirnar gegn henni
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættan á umhverfisslysi eins og í Mjóddinni

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættan á umhverfisslysi eins og í Mjóddinni
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik