fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

Lewis Capaldi mætir til Íslands

Fókus
Fimmtudaginn 5. maí 2022 13:37

Lewis Capaldi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn vinsæli Lewis Capaldi mætir til Íslands í sumar og heldur tónleika í Laugardalshöll þann 23. Ágúst. Tónleikar sem verða að teljast þeir stærstu á Íslandi eftir að Covid lauk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík Live.

Fyrsta plata hans, Divinely Uninspired to a Hellish Extent, naut gríðarlegra vinsælda og var mest selda platan í Bretlandi bæði árið 2019 og 2020 – eitthvað sem enginn listamaður hefur gert í sögunni.

Þá hafa lög eins og Somebody you Loved, Before You Go og Bruises notið mikilla vinsælda hér á Íslandi sem og annarsstaðar.  Lewis stefnir að því að gefa út nýja plötu í sumar og mun því að öllum líkindum flytja nýtt efni í Laugardalshöllinni í ágúst.

Söngkonan Bríet mun hita upp fyrir Lewis.

Lewis Capaldi setti met þegar hann seldi upp fyrsta tónleikatúrinn sinn á nokkrum sekúndum áður en hann gaf út fyrstu plötuna sína og þá hefur enginn tónlistarmaður í sögunni verið jafn lengi á listanum yfir mest seldu plöturnar í Bretlandi. Lagið Somebody You Loved er jafnframt það lag sem lengst hefur verið á topp 10 listanum yfir mest seldu lögin í Bretlandi.

Miðsalan hefst á www.reykjaviklive.is klukkan 12:00 þann 12. maí

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi