fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Konungur áhrifavaldanna fastar í 20 tíma, æfir líkamsstöðu og drekkur sellerísafa á hverjum degi

Fókus
Föstudaginn 8. apríl 2022 12:30

Nökkvi Fjalar. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason er 28 ára í dag. Hann leggur mikla áherslu á að rækta líkama og sál á hverjum degi og deildi með fylgjendum sínum þeim daglegu venjum sem hann hefur tamið sér til að hámarka hæfni sína.

Nökkvi er einn stofnandi Swipe Media. Fyrirtækið lýsir sér sem „Social Media Power House“ og eru nokkrar af stærstu samfélagsmiðlastjörnum landsins á skrá hjá þeim.

Árið 2018 var Nökkvi á lista Nordic Business Forum yfir áhrifamestu einstaklinga í viðskiptalífinu í Norður-Evrópu, 25 ára og yngri.

Nökkvi býr í London ásamt kærustu sinni og samfélagsmiðlastjörnunni Emblu Wigum. Ástæðan fyrir flutningum var vegna spennandi tækifæris fyrir Swipe Media og Emblu.

Frumkvöðullinn hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi þess að rækta líkamlega og andlega heilsu. Hann vakti mikla athygli í fyrra þegar hann sagðist ekki ætla að láta bólusetja sig og útskýrði afstöðu sína. Hann taldi upp nokkra hluti sem hann notaði sem vörn gegn veirunni, eins og öndunaræfingar, vatn, hollt mataræði, föstur, göngutúrar, jóga, ferðir í kaldan pott, ráðgjöf hjá sálfræðingi og fleira.

Sjá einnig: Nökkvi segist hafa verið dæmdur af samfélaginu vegna afstöðu sinnar til bólusetninga 

Í apríl 2021 prófaði hann ofskynjunarsveppi eftir sjö daga föstu og deildi upplifun sinni með DV.

Daglegar venjur

Nökkvi sagðist ætla að koma fram við líkama sinn og sál með ást á afmælisdaginn, rétt eins og alla aðra daga.

„Köld sturta alla daga. 28 ára líkami minn og sál verðskulda bestu meðferðina,“ sagði hann og birti myndband af sér í kaldri sturtu.

Frumkvöðullinn birti síðan lista af öllu því sem hann gerir á hverjum degi fyrir líkama og sál.

  • Sofa í 8 klukkutíma
  • Vakna og drekka vatn
  • Æfa
  • Teygja
  • Öndunaræfingar
  • Hugleiða
  • Sellerísafi
  • Gera það sem er mikilvægast fyrir mér
  • Líkamsstöðu æfingar
  • Tímastjórnun
  • Vel vini mína
  • Fasta í 20 tíma
  • Bætiefni
  • Borða hollt
  • Les/hlusta á bók í 60 mínútur
  • Geri mitt besta
  • Ver tíma með fólki sem ég elska
  • Skrifa í dagbókina mína
  • Njóta hvers augnabliks
Skjáskot/Instagram

Þú getur fylgst með Nökkva á Instagram eða með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta