fbpx
Laugardagur 23.október 2021
Fókus

Karlmaður áreitti hana – Notaði sniðugt símatrix sem hún hvetur allar konur til að kunna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. september 2021 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona frá Ástralíu var á tannlæknastofu þegar hún varð fyrir miður skemmtilegri reynslu. Andrea Elena var áreitt af ókunnugum karlmanni á stofu í Melbourne síðastliðinn þriðjudag. Maðurinn reyndi að komast yfir persónulegar upplýsingar um hana og fá hana inn í bílinn sinn.

Andrea útskýrir í myndbandi á TikTok hvernig hún brást við og hafa margir netverjar þakkað henni fyrir góð ráð.

Andrea er hjúkrunarfræðingur og nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún er með samtals 270 þúsund fylgjendur á Instagram og TikTok.

Hlustaði ekki á nei

Andrea segir að hana gruni að maðurinn hafi séð hana koma úr Uber-bifreið fyrir utan tannlæknastofuna.

„Ég var að bíða í móttökunni þegar maður byrjaði að tala við mig og spyrja mig spurninga. Hann spurði mig: „Hvaðan ertu? Hvar áttu heima? Hvar ertu að vinna?“ Hann sagðist síðan ætla að skutla mér heim eftir tannlæknatímann minn og ég sagði nei. Hann sagði þá: „Nei ég ætla að skutla þér heim. Ég keyrði hingað“,“ segir Andrea.

Henni var farið að líða mjög illa í þessum aðstæðum. Hún greip þá til sinna ráða og skrifaði í „notes“ forritið í símanum: „Maðurinn á bak við mig reyndi að fá mig í bílinn sinn“ og rétti starfsmanninum í móttökunni símann.

Hún segir að starfsmaðurinn hafi brugðist hratt við.

„Móttakan lét öryggisvörðinn vita sem fylgdi mér í tannlæknatímann minn, síðan fékk ég frítt far heim með taxa í boði tannlæknisins. Öryggisvörður fylgdi mér í taxann og passaði að ég væri örugg allan tímann,“ segir hún.

Andrea segist afar þakklát fyrir starfsfólk tannlæknastofunnar, Royal Dental Hospital, fyrir viðbrögð þeirra. Hún hvetur konur og stelpur að nota þetta „trix“ ef þær lenda í svipuðum aðstæðum.

@andreaelena66I had 3 nerve / dental blocks that’s why my mouth looks like that ok♬ original sound – Andrea Elena

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fólk verður furðulostið þegar það kemst að því hvað hún er gömul – Svona notar hún kartöflu fyrir þrýstnari varir

Fólk verður furðulostið þegar það kemst að því hvað hún er gömul – Svona notar hún kartöflu fyrir þrýstnari varir
Fókus
Í gær

Lætur netverja heyra það fyrir myndbirtingu – „Þú sagðist ætla að hætta. Þú lofaðir mér því persónulega“

Lætur netverja heyra það fyrir myndbirtingu – „Þú sagðist ætla að hætta. Þú lofaðir mér því persónulega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einfætt fyrirsæta sökuð um að vera tvífætt -„Ég hef alltaf staðið upp úr“

Einfætt fyrirsæta sökuð um að vera tvífætt -„Ég hef alltaf staðið upp úr“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fimm barna móðir deilir því hvernig hún heldur sófanum hvítum – „Þetta er svartigaldur“

Fimm barna móðir deilir því hvernig hún heldur sófanum hvítum – „Þetta er svartigaldur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndirnar – Stjörnum prýdd frumsýning í Egilshöll

Sjáðu myndirnar – Stjörnum prýdd frumsýning í Egilshöll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fegrunaraðgerð sem breyttist í martröð – „Ég lít út fyrir að vera 10 árum eldri [..] ég er að rotna“

Fegrunaraðgerð sem breyttist í martröð – „Ég lít út fyrir að vera 10 árum eldri [..] ég er að rotna“