fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fókus

Skúli selur þrjátíu lóðir – „Al­gjör perla og úti­vistarpara­dís“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 4. september 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mo­gensen, fyrrverandi for­stjóri WOW Air hefur sett þrjátíu lóðir í Hvammsvík á sölu. Frá þessu er greint á Mbl.is.

Hvammsvík er staðsett í Hvalfirðinum, en þar hefur Skúli búið ásamt unnustu sinni, Grímu Björg Thor­ar­en­sen, um nokkurt skeið. Hann segist vera heillaður af staðnum, en það sé náttúran og kyrrðin sem sjái til þess.

„Það sem heillaði mig strax við Hvamms­vík­ina var stór­brot­in nátt­úr­an og kyrrðin.  Hval­fjörður­inn „gleymd­ist“ svo­lítið eft­ir að göng­in komu en er al­gjör perla og úti­vistarpara­dís aðeins 45mín frá Reykja­vik,“

„Við höf­um verið þarna mjög mikið und­an­far­in ár allt árið í kring og all­ir árs­tím­ar hafa sinn sjarma. Norður­ljós­in í Hval­f­irðinum geta verið magnaðir og fátt betra en að vera í nátt­úru­laug­inni og fylgj­ast með flæða yfir svæðið. Það er ekk­ert tiltöku­mál að skjótast í bæ­inn og við sjá­um fyr­ir okk­ur að búa þarna meir eða minna yfir sum­ar­tím­ann,“ er haft eftir Skúla.

Lóðirnar sem Skúli hefur sett á sölu eru eignarlóðir, sem eru vestarlega á jörðinni í nokkura kílómetra fjarlægð frá húsunum sem nú eru þar staðsett. Þá segist hann vilja byggja upp þjónustu á svæðinu líkt og gistiaðstöðu, sjóböð og veitingastað.

Einnig kemur fram að nú þegar sé búið að taka frá átta lóðir á svæðinu, en hægt er að skoða þær hér. Auk þess má sjá stutt myndband af Hvammsvík hér fyrir neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf
Fókus
Fyrir 6 dögum

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar
Fókus
Fyrir 1 viku

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“
Fókus
Fyrir 1 viku

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu um hvernig á að brjóta ísinn við ókunnuga

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu um hvernig á að brjóta ísinn við ókunnuga