fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fókus

Fékk meira en 4.000 símtöl á dag eftir að símanúmerið birtist í vinsælasta sjónvarpsþætti heims

Fókus
Fimmtudaginn 30. september 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kóresku sjónvarpsþættirnir Squid Game eru að fara sigurför um heiminn. Þættirnir eru þeir vinsælustu á efnisveitunni Netflix um þessar mundir og hafa verið hlaðnir lofi.

Þættirnir eru afar hrollvekjandi en í stuttu máli fjalla þeir um fólk í peningaerfiðleikum sem ákveður að taka þátt í keppni þar sem himinhá peningaupphæð eru í boði. Í keppninni keppa einstaklingar í ýmsum barnalegum leikjum þar sem aðeins einn getur staðið uppi sem sigurvegarar. Aðrir keppendur eru samviskusamlega aflífaðir.

Vinsældir þáttanna hafa þó komið í bakið á saklausri konu. Í fyrsta þætti kemur símanúmer fyrir á nafnspjaldi en í það eiga áhugasamir einstaklingar um þátttöku í Squid Game að hringja. Illu heilli um raunverulegt símanúmer áðurnefndrar konu að ræða og í kjölfarið að þættirnir slógu í gegn bræddi sími hennar næstum úr sér. Daily Star greinir frá.

„Það er hringt allan sólarhringinn, þetta hefur sett daglegt líf mitt algjörlega úr skorðum,“ segir konan í nafnlausu viðtali. Að hennar sögn hefur hún verið með sama símanúmer í áratug og því skapar það henni talsverð óþægindi að þurfa að skipta því út.

„Það koma inn meira en 4.000 símtöl á dag. Ég vissi ekkert hvað var í gangi þar sem ég hef ekki fylgst með þessum sjónvarpsþáttum,“ segir konan.

Forsvarsmenn Netflix hafa viðurkennt að þeir séu meðvitaðir um vandamálið sem upp kom og vinni að lausn þess með framleiðslufyrirtæki þáttanna, Cyron Pictures.

Samkvæmt kóresku síðunni Koreaboo hefur Netflix þegar leyst málið með að borga konunni skaðabætur fyrir óþægindin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði