fbpx
Sunnudagur 23.janúar 2022
Fókus

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. september 2021 08:29

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarparið Matthías Tryggvi Haraldsson og Brynhildur Karlsdóttir eru trúlofuð.

Matthías fór á skeljaranar í Sky Lagoon og greinir frá gleðifregnunum á Instagram.

„Lífið er rússíbani og ástin er ævintýri. Hún Brynhildur sér til þess. Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman og í tilefni þess setti ég hring á puttann hennar í dag. Ég er einn fáránlega heppinn gaur,“ skrifaði hann með mynd af parinu.

Brynhildur deildi einnig myndbandi af trúlofuninni sjálfri á Instagram og sagði að þetta væri auðvelda svar sem hún hefur gefið.

Matthías Tryggva ættu flestir landsmenn að þekkja sem söngvara Hatara, hljómsveitarinnar sem fór fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019 með lagið „Hatrið mun sigra“. Hatari hreppti tíunda sæti fyrir Ísland, sem var besti árangur Íslands í áratug. Hljómsveitin vakti einnig heimsathygli, bæði fyrir atriði sitt og einnig fyrir að vekja athygli á andstöðu sinni við hernám Ísraela í Palestínu.

Matthías útskrifaðist frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018 og skrifaði leikritið Griðastað, sem hlaut þrjár tilnefningar til Grímunnar 2019.

Það er óhætt að segja að parið deili sömu ástríðum. Brynhildur er söngkona hljómsveitanna Hormóna og Kvikindi, hún hefur einnig gert það gott sem leikkona. Hún hefur starfað sem aðstoðarmaður leikstjóra í Þjóðleikhúsinu.

Fókus óskar parinu innilega til hamingju!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfullur breskur sjarmör fylgir Tönju Ýri til landsins

Dularfullur breskur sjarmör fylgir Tönju Ýri til landsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opinberar skilaboð frá Britney Spears sem hún segir hreinsa hana af öllum áburði

Opinberar skilaboð frá Britney Spears sem hún segir hreinsa hana af öllum áburði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni