fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“

Fókus
Miðvikudaginn 15. september 2021 16:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona Formúlu 1 kappans Michael Schumachers hefur í fyrsta sinn opnað sig um lífið eftir hryllilegt skíðaslys sem Michael lenti í árið 2013 í nýrri heimildamynd Netflix.

Fjölskyldan hefur frá slysinu haldið sig frá sviðsljósinu og neitað að tjá sig um ástand kappans sem féll á skíðum veturinn 2013 og fékk alvarlegan höfuðáverka eftir að hafa lent á grjóti, þrátt fyrir að hafa verið með hjálm. Michael var haldið sofandi mánuðum saman og eftir hálft ár á sjúkrahúsi var hann færður á endurhæfingasjúkrahús þar til hann fékk að snúa aftur heim til sín í september 2014.

Mörgum sögum hefur farið af ástandi kappans eftir slysið, meðal annars hefur því verið haldið fram að hann sé lamaður og þurfi að notast við hjólastól og aðrar sögur segja að hann geti ekki talað og eigi erfitt með minni.

Aldrei ásakað guð

Nú hefur Netflix gefið út heimildamynd um Michael. Í myndinni er farið yfir langan og merkilegan feril Michaels í kappakstri og hentar því vel aðdáendum sem vilja rifja upp fortíðina. Heimildamyndin varpar hins vegar ekki ljósi á heilsu kappans í dag, en þó er þar  meðal annars rætt við eiginkonu hans og son sem greina frá því að Michael sé ekki það sem hann áður var.

„Ég hef aldrei ásakað guð um það sem gerðist. Þetta var bara óheppni, eins mikil óheppni hún gerist í lífinu. Það er alltaf hryllilegt þegar maður hugsar „Hvers vegna er þetta að koma fyrir Michael eða fyrir okkur“ því hvers vegna ætti þetta að koma fyrir einhverja aðra,“ segir Corinna sem brotnar niður í viðtalinu.

„Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi. Og ekki bara ég heldur líka börnin okkar, fjölskyldan, faðir hans og allir í kringum hann. Ég meina allir sakna Michaels, en hann er enn þarna. Öðruvísi, en hann er þarna enn og það veitir okkur styrk.“  

Hún segir að fjölskyldulífið snúist mikið um að Michael líði sem best. „Við erum saman, við búum saman heima. Við stundum endurhæfingu, við gerum allt sem við getum til að Michael nái framförum og til að tryggja að honum líði vel og hreinlega bara til að hann finni fyrir fjölskyldutengslunum.“

Myndi fórna öllu til að geta upplifað það

Í myndinni er einnig rætt við son Michaels og CorinnuMick sem í dag keppir einnig í kappakstri. „Ég held að ég og pabbi, að við hefðum skilið hvorn annan á annan hátt núna. Hreinlega því við tölum sama tungumálið – tungumál mótorsports, og við hefðum svo mikið til að ræða um. Ég hugsa mikið um þetta. Hugsa að það hefði verið svo töff og ég myndi fórna öllu til að geta upplifað það.“

PHOTOMONTAGE: Mick Schumacher – Formula 1 is his goal. In the next few weeks, the decision will be made whether Mick SCHUMACHER will switch to the Fiormel 1 in the coming season. Archive photo: after the demonstration round with the Ferrari F2004 Mick SCHUMACHER (GER, Scuderia Ferrari) is touched, touched, touched, bervious, gerv ¬hrt, half figure, half figure, race on 28.07.2019, Formula 1, Grosser Price of Germany in Hockenheim / Germany from 26.07. – 28.07.2019, season2019, vǬ | usage worldwide

Mick segir einnig að slysið hafi rænt hann gæðastundum með föður sínum. Hann rifjar upp margar góðar stundir sem þeir áttu saman þegar hann var barn.

„Eftir slysið eru þessar upplifanir, þessar stundir, sem ég held að margir upplifi með foreldrum sínum, ekki lengur til staðar, eða minna en þær ættu að vera. Og mér þykir það svolítið ósanngjarnt,“ segir Mick.

Corinna útskýrir hvers vegna fjölskyldan gefur ekkert upp um heilsu Michaels.

Einkamál eru einkamál, eins hann sagði alltaf sjálfur. Það skiptir mig miklu máli að hann njóti friðhelgi eins lengi og hægt er. Michael verndaði okkur alltaf og nú er komið að okkur að vernda Michael.“

Heimildamyndin Schumacher er komin út á Netflix og er aðgengileg Íslendingum sem eru með áskrift að efnisveitunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta