fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Stundaði ekki kynlíf í 12 ár – Fékk vinkonurnar til að koma sér aftur af stað

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 19:30

Juliette Herrera. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi Bachelor-stjarnan Juliette Herrera, 35 ára, opnar sig um hvernig það var að stunda kynlíf í fyrsta skipti eftir tólf ár. Hún viðurkennir að hún hafi þurft aðstoð frá vinkonum sínum þar sem hún var búin að „gleyma hvernig maður stundar kynlíf.“ The Sun greinir frá.

Juliette var keppandi í vinsælu raunveruleikaþáttunum The Bachelor í fyrra. Brottför hennar úr þáttunum vakti mikla athygli og virtist piparsveinninn hafa sent hana heim eftir að hún montaði sig af því að TikTok-stjörnur og rapparar væru að senda henni skilaboð á Instagram.

Sagði skilið við hippalífið

Juliette ákvað að fara í kynlífsbindindi eftir trúarlega upplifun á ferðalagi um Indland. Á þeim tíma segist Juliette hafa verið „hippi“. Hún stundaði jóga og reiki, en það breyttist eftir að hún kynntist kristinni konu í ferðalaginu.

„Hún bað til Guðs fyrir mig og ég átti mjög fallega upplifun með Guði,“ segir Juliette.

„Þannig byrjaði trúarferð mín og þar með hætti ég að nota fíkniefni, hætti að stunda kynlíf, drekka og breytti algjörlega mínum innri karakter.“

Erfitt að fara á stefnumót

Það var erfitt fyrir Juliette að byrja að deita sem „endurfædd kona í trú“ (e. born-again christian) sem var í kynlífsbindindi. Hún segir að margir karlmenn hafi ekki trúað að henni væri alvara með bindindinu. Með árunum fór hún að hafa áhyggjur að því að það yrði sársaukafullt að stunda kynlíf aftur.

„Þannig þegar þeir hættu með mér þá hugsaði ég: „Ó Guð, af hverju bíður enginn eftir mér? Er ég ekki nógu góð?“ Síðan liðu árin og ég var búin að vera skírlíf í fimm ár, síðan átta ár og svo tíu ár. Á þeim tímapunkti hugsaði ég að ég væri eiginlega orðin aftur hrein mey og það yrði sárt þegar ég myndi svo stunda kynlíf,“ segir hún.

Juliette á nú kærasta og er „loksins virk aftur“ í svefnherberginu. Hún viðurkennir að eftir að vera skírlíf í tólf ár hafi hún gleymt ýmsu og þurft að biðja vinkonur sínar um aðstoð. Hún segist einnig hafa horft á klám til að „vera andlega tilbúin til þess að vera nakin með einhverjum.“

„Vinkonur mínar þurftu að lýsa því í smáatriðum fyrir mér hvernig þetta færi fram og ég var bara að æfa mig á gólfinu,“ segir hún hlæjandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla
Fókus
Í gær

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka