fbpx
Föstudagur 08.desember 2023
Fókus

10 blæti sem njóta vaxandi vinsælda hjá Bretum – Allt frá niðurlægingu yfir í kokkála

Fókus
Laugardaginn 28. ágúst 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar hafa verið duglegir að „ferðast innanhúss“ í faraldrinum ef marka má niðurstöðu könnunar sem Mattress Next Day stóð fyrir, en þar kemur fram að margir hafi undanfarið prófað sig áfram með blæti og nýja hluti í svefnherberginu.

Blæti er orð sem er notað yfir það sem vekur hjá einstakling kynferðislegan losta sem fellur utan þess hefðbundna. Þetta er vítt hugtak og getur margt fallið þar undir, þó svo að sum blæti séu vinsælli eða algengari en önnur.

Kynlífsfræðingurinn Kate Sloan deildi með Daily Star tíu blætum sem njóta vaxandi vinsælda í Bretlandi í dag, miðað við það sem helst hefur verið leitað eftir í leitarvélum þar í landi.

1 Masókismi

Blætið sem flestir Bretar leituðu eftir á leitarvélum undanfarið ár er masókismi, en 300 prósent fleiri kynntu sér masókisma þar í landið samanborið við árið þar á undan.

Um masókisma segir Kate: „Masókismi er kynferðislegur áhugi á því að finna fyrir sársauka, hvort sem það kemur frá bitum, klóri, flengingum eða einhverju á borð við að heitu vaxi sé hellt yfir líkamann. Þegar við finnum fyrir sársauka framleiðir líkaminn endorfín sem mörgum finnst spennandi eða afslappandi.“

Kate ráðleggur þeim sem vilja prófa sig áfram með masókisma að byrja á því að ræða hlutina vel við þann aðila sem á að veita sársaukann. Til að mynda er hægt að gefa sársauka einkunn frá 1-10 til að gefa til kynna hversu mikinn sársauka þú finnur fyrir og hversu mikinn sársauka þú ert tilbúin/nn/ð að upplifa.

Í svona tilraunastarfsemi er einnig almennt mælt með að koma sér upp öryggisorði til að láta vita þegar þú hefur fengið nóg eða of mikið.

2 Blautt og subbulegt 

Blautt og subbulegt (e. sploshing) er blæti sem felur í sér að aðili örvast kynferðislega við að einhverju sé hellt eða makað á líkamann, en 250 prósent fleiri Bretar hafa kynnt sér það blæti seinasta árið en árið á undan.

Kate segir: „Í þessu fellst að verða blaut og subbuleg í kynlífi, oft með því að nota matvæli (til dæmis að kasta með samþykki rjómatertu framan í einhvern) en stundum fellst í þessu líka að nota eitthvað blautt og subbulegt efni eins og drullu eða olíu.“

Kate segir að fyrir þá sem vilja prófa sig áfram með þetta blæti að gera það á stað sem auðvelt er að þrífa eins og í baðkari, sturtu eða ofan á plastdúk.

„Gætið þess að ekkert sykrað efni komist inn í eða nálægt píkunni, því það getur skapað hættu á sveppasýkingu; ef það gerist óvart skaltu skola svæðið eins fljótt og mögulegt er.“

3 Flengingar

Um 140 prósent fleiri Bretar hafa verið forvitnir um flengingar undanfarið ár en árið þar á undan. Þarna er einnig talað um höggleiki (e. impact play).

Kate segir að í þessu blæti æsi það fólk að vera veitt högg á borð við flengingar og hýðingar. Höggin geta verið veitt með alls konar verkfærum, hlutum og auðvitað höndum.

Kate mælir með því að fólk komi sér upp öryggisorði eða merki áður en það fer að prófa sig áfram með flengingar. „Þið getið til dæmis notað umferðarljósa kerfið þar sem grænn þýðir „haltu áfram“, gulur þýðir „vinsamlegast stoppaðu og taktu stöðuna á mér“ og rauður þýðir „hættu strax“.“

4 Að kefla

Bretar eru einnig hrifnari af því að kefla (e. gagging) en áður.

Kate segir: „að kefla einhvern felst í því að seta einhvern hlut eða líkamspart í munninn á honum.“

Kate segir að hvað varði þetta blæti sé mikilvægt að nota öryggismerki þar sem kefluð manneskja geti ekki notað öryggisorð. „Þetta gæti falist í því að pota í öxlina á bólfélaganum tvisvar til að gefa til kynna að nú sé komið gott.“

5 Hlutgerving

Hlutgerving sem blæti felst í því að manneskja örvist kynferðislega við það að vera hlutgerð, hlutgerningin er því gerð með þeirra samþykki. 70 prósent fleiri Bretar hafa kynnt sér hlutgervingu sem blæti undanfarið ár en árið þar á undan.

Kate segir: „Þetta felst í því að koma fram við einhvern eins og hlut, hvort sem það er sem kynlífstæki eða sem bókstaflegur hlutur.“

Kate ráðleggur þeim sem vilja prófa hlutgervingar blæti að huga vel að hvoru öðru eftir að leiknum sé lokið.

„Að huga vel að hvoru öðru eftirá er gífurlega mikilvægt í hlutgervingu. Eyddu tíma með mótleikara þínum eftir hlutgervinguna þar sem þið bara hangið saman og slakið á, kannski með því að fá ykkur snarl, eitthvað að drekka og tala um það sem þið voruð að gera á jákvæðan og uppbyggilegan máta.“

6 Drottnun

Drottnun er sjötta vinsælasta blætið í Bretlandi í dag en 62 prósent fleiri leituðu upplýsinga um blætið seinasta árið en árið þar á undan.

Kate segir: „Drottnun felst í því að stýra því hvernig blætið er framkvæmt eða í því að vera „stjórinn“ á meðan mótleikarinn spilar þá undirlægju hlutverkið. Þetta getur verið heilbrigð leið til að fá útrás fyrir hvatir sem hefðu annars flokkað sem stjórnsemi.“

Kate minnir á mikilvægt atriði hvað varðar drottnun. „Þó svo að það virðist sem svo að drottnandi aðilinn sé að ráðskast með undirlægjuna og láta hana gera hvað sem drottnarinn vill þá er þetta í raun og veru samstarf milli beggja aðila.“

7 Að kokkála 

Að kokkála (e. cuckolding) nýtur einnig meiri vinsælda á Bretlandi en áður.

Kate segir: „Að gera einhvern að kokkál felst í því að hafa samfarir við aðra manneskju fyrir framan maka þinn.“

Kate bendir á að þeir sem hafa áhuga að prófa þetta blæti þurfi ekki endilega að fá aðra manneskju með inn í svefnherbergið.

„Í staðinn gætuð þið talað kynferðislega við hvort annað um þriðja aðila sem annað ykkar gæti haft samfarir við.“

8 Bindingar

Bindingar (e. bondage) er í áttunda sæti. En bara 31 prósent fleiri Bretar leituðu upplýsinga um bindingar á síðasta ári.

Kate segir: „Bindingar felast í því að takmarka hreyfingar einhvers í þeim tilgangi að örva þá kynferðislega. Þetta getur verið gert með reipi og handjárnum“

Kate mælir með því að fólk gæti þess að koma minnst tveimur fingrum milli fjötra og líkama til að stöðva ekki blóðrásina.

9 Kynferðisleg niðurlæging

Kate segir: „Erótísk niðurlæging felst í því að niðurlægja einhvern til að koma þeim til. Það er mikilvægt að ræða þetta vel fyrirfram til að komast að því hvað er í lagi að nota til að niðurlægja og hvað ekki. Til dæmis eru margir sem kæra sig ekki um að útlit þeirra sé gagnrýnt eða gáfnafar“

10 Hlutverkaleikur

Hlutverkaleikur felst í því stíga inn í hlutverk, látast vera einhver annar.

Kate segir: „Prófaðu að hitta maka þinn á bar eða veitingastað og þykjast vera að hittast í fyrsta sinn. Þetta er góður hlutverkaleikur fyrir byrjendur því þið getið í rauninni verið þið sjálf, bara í öðrum aðstæðum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Peaky Blinders-leikari er látinn – Lét til sín taka á ýmsum sviðum

Peaky Blinders-leikari er látinn – Lét til sín taka á ýmsum sviðum
Fókus
Í gær

Húsráðið sem breytir lífi þínu – Þú þarft aldrei að skafa frosnar bílrúður aftur

Húsráðið sem breytir lífi þínu – Þú þarft aldrei að skafa frosnar bílrúður aftur
Fókus
Í gær

Kyntákn hvíta tjaldsins átti sér dekkri hlið – „Ég vissi aldrei hvað myndi koma honum af stað“

Kyntákn hvíta tjaldsins átti sér dekkri hlið – „Ég vissi aldrei hvað myndi koma honum af stað“
Fókus
Í gær

Taylor Swift segir Kim Kardashian til syndanna – „Ég flutti til annars lands og fór ekki út úr húsi í ár“

Taylor Swift segir Kim Kardashian til syndanna – „Ég flutti til annars lands og fór ekki út úr húsi í ár“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhorfendum hryllti við „sifjaspellatriði“ í nýju jólamynd Netflix

Áhorfendum hryllti við „sifjaspellatriði“ í nýju jólamynd Netflix
Fókus
Fyrir 3 dögum

Meghan sögð hafa talið sig eiga meiri rétt en Katrín á að láta í sér heyra

Meghan sögð hafa talið sig eiga meiri rétt en Katrín á að láta í sér heyra