fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

10 ára stelpa varð blá í framan eftir að hafa sniffað klórtöflur

Fókus
Mánudaginn 2. ágúst 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

10 ára stelpa endaði á spítala þegar hún hætti að anda eftir að hafa sniffað klórtöflur í bíl foreldra sinna sem nota átti til að þrífa heita pottinn á heimilinu. The Sun greinir frá.

Hún sat í aftursæti bílsins og opnaði pakkann með töflunum og byrjaði strax að eiga í erfiðleikum með að anda. Móðir hennar var að koma yngri systur stelpunnar fyrir í bílstól og bað gangandi vegfarendur um að hringja á sjúkrabíl.

„Hún kom ekki orðunum frá sér. Hún var að reyna að ná andanum og var grátandi. Ég var að spyrja hana: „Hvað er að“ og bað svo fólk um að hringja á sjúkrabíl,“

Andlit stelpunnar varð blátt og var móðir hennar ráðalaus. Maður sem tók eftir öllum látunum kom hlaupandi með krap og helti upp í stelpuna og við að hósta því upp náði hún andanum á ný.

Bráðaliðar halda að töflurnar hafi bráðnað í pokanum í hitanum og þegar stelpan opnaði hann hafi hún strax fengið gufur úr töflunum í öndunarveginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta