fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Britney Spears útskýrir myndirnar af sér berbrjósta eftir að aðdáendur lýstu yfir áhyggjum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Britney Spears eru margir áhyggjufullir eftir að stjarnan tók upp á því að birta myndir af sér berbrjósta á samfélagsmiðlinum Instagram. Hafa þeir meðal annars áhyggjur að myndirnar séu birtar án hennar leyfis og hvort þetta gæti tengst að einhverju leyti dómsmáli hennar og föður hennar.

Britney hefur nú stigið fram og útskýrt myndbiritngarnar.

„Nei ég hef hvorki farið í brjóstastækkun né er ég ólétt,“ segir Britney í færslu á Instagram.

„Áður en ég sýni ykkur fleiri myndir af líkama mínum þá vil ég að þið skiljið ástæðuna fyrir því að ég deili myndum af mér fáklæddri,“ skrifar hún.

Söngkonan hefur verið mjög virk á samfélagsmiðlum og lýst yfir löngun sinni að losna undan valdi föður síns og þakkað fyrir stuðninginn við #FreeBritney-hreyfinguna. Hún hefur skilað sér í því að faðir hennar, Jamie Spears, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem lögráðamaður hennar og skilaði inn skjölum til dómstóls í síðustu viku.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Britney Spears (@britneyspears)

Síðastliðinn mánuð hefur Britney birt nokkrar myndir af sér berri að ofan og hafa aðdáendur verið bæði ráðvilltir og áhyggjufullir. Sumir aðdáendur voru smeykir um að einhver sem starfaði fyrir Britney væri að sjá um Instagram-síðu hennar og hefði birt myndirnar án leyfis. En svo er ekki og sér Britney sjálf um Instagram-síðu sína samkvæmt BuzzFeed.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Britney Spears (@britneyspears)

Britney hefur nú útskýrt ástæðuna á bak við myndbirtingarnar og segir það tengjast auknu sjálfsöryggi og valdeflingu.

Hún segir að myndirnar hefðu verið tilraun hennar til að „taka líkama sinn til baka“ eftir að hafa verið óörugg í mörg ár vegna stöðugrar útlitspressu frá bransanum og vegna hamlanna sem hún fann fyrir að vera undir valdi föður síns.

„Ég er kona… falleg…. Viðkvæm kona sem þarf að horfa á mig sjálfa eins og ég er. Nei… ég ætla ekki að birta myndir af mér berbrjósta að eilífu því það yrði leiðinlegt en það vissulega hjálpar þegar þér þarf að líða betur.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Britney Spears (@britneyspears)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“