Grænkerafrumkvöðullinn Solla Eiríks og eiginmaður hennar, Elías Guðmundsson tilkynntu í morgun að þau hefðu ákveðið að halda í sitthvora áttina.
„Eftir 19 ævintýraleg og viðburðarík ár höfum við ákveðið að halda hvort í sína áttina. Í dag, 17. ágúst, eigum við 2ja ára brúðkaupsafmæli og af því tilefni ætlum við tilvonandi fyrrverandi hjónin að byrja daginn saman með sterkum kaffibollum, taka 9 holur á Oddinum og óska svo hvort öðru góðs og gæfuríks ferðalags. Það er jú hundleiðinlegt að skilja en það þarf bara alls ekkert að vera leiðinlegt að vera skilin,“ skrifar Solla í einlægri færslu sem hittir í mark því stuðningsyfirlýsingum og hvatningarorðum rignir yfir hina fráskildu vini.