fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

„Eiginkonan tók kynlífið á næsta stig eftir að ég hélt framhjá – Ég næ ekki að halda í við hana“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 2. júlí 2021 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðalaus karlmaðuráðalaus og leitar til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

Þannig er mál með vexti að maðurinn hélt framhjá eiginkonu sinni, hún fyrirgaf honum og sagðist ætla að vera ævintýragjarnari í rúminu. Nú er hún búin að taka kynlífið á næsta sig og hann nær ekki að halda í við hana.

„Ég næ ekki að halda í við hana. Þetta eru allt bindingar og svipur,“ segir hann í bréfi sínu til ráðgjafans.

„Þetta byrjaði eftir að hún uppgötvaði að ég væri að sofa hjá aðstoðarkonu minni. En nú líður mér eins og það sé ég sem er að valda henni vonbrigðum í rúminu.“

Hjónin eru á fimmtugsaldri. „Við kynntumst í skóla og giftumst nítján ára. En eftir að hafa verið saman í sautján ár þá var ég orðinn þreyttur á þessu sama alltaf. Tuttugu og fjögurra ára daðurdós byrjaði að starfa sem aðstoðarkona mín og ég gat ekki staðist hana. Við byrjuðum bæði að vinna fram eftir svo við gætum stundað kynlíf á skrifstofunni,“ segir hann.

„Ég fékk strax samviskubit en það var eitthvað svo ávanabindandi við kynlíf með þessari konu og ég var orðinn háður spennunni, háður áhættunni að einhver myndi grípa okkur glóðvolg við skrifborðið.“

En svo gerðist það einn daginn og síðasta manneskjan sem hann vildi að myndi sjá þau gekk inn.

„Eiginkona mín vildi koma mér á óvart með kvöldmat þar sem ég þurfti að vinna fram eftir, aftur. Hún gekk inn á okkur í miðjum klíðum, aðstoðarkonan var að veita mér munnmök. Ég mun aldrei gleyma hryllingssvipnum á eiginkonunni. Hún fór til systur sinnar í nokkra daga og hafði svo samband við mig. Ég var að búast við öskrum og skömmum en hún bað mig afsökunar. Hún baðst afsökunar að hafa ekki verið nóg og ég var svo hissa.

Við ákváðum að byrja upp á nýtt og ég hélt að það þýddi að við myndum fara á fleiri stefnumót og stunda kynlíf oftar en á jólunum og afmælum. En eiginkona mín tók kynlífið á næsta stig og meira en það.

Nú vill hún prófa allar þessar klikkuðu stellingar, kynlíf á almannafæri og ógnvekjandi kynlífsleikföng. Þetta er of mikið. En mér finnst ég þurfa að taka þátt og stundum endist ég ekki lengur en fimm mínútur því mér líður svo óþægilega.

Hvernig förum við eiginlega aftur í gamla farið?“

Deidre svarar manninum. „Gamla farið var það sem kom þér í þessi vandræði til að byrja með. Þið þurfið bæði að tala um það sem gerðist og þú getur byrjað á því að biðjast afsökunar á að hafa haldið framhjá,“ segir hún.

„Útskýrðu það fyrir konunni þinni að þrátt fyrir að þú kunnir að meta áhuga hennar á að halda kynlífi ykkar áhugaverðu þá eru takmörk á því hvað þú sért tilbúinn að prófa og þú viljir líka einblína á tilfinningaleg tengsl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“