fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Fókus

Tvöföld sjón – Eineggja tvíburar ástfangnir – „Við höfum funduð klónin okkar af gagnstæðu kyni“

Fókus
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanessa og Kerissa D’Arpino eru eineggja tvíburasystur og mjög nánar. Eins og með marga tvíbura hafa þær svipuð áhugamál og svipaðan smekk. Þær starfa báðar sem einkaþjálfarar og það var í gegnum vinnuna sem þær fundu báðar ástina.

„Sagan um það hvernig við kynntust er mjög einstök. Einn af skjólstæðingum mínum er hjúkrunarfræðingur sem hafði séð um Lucas á gjörgæslunni. Hún sagði mér að hann væri tvíburi og hún taldi að hann og bróðir hans væri fullkomnir fyrir mig og tvíburasystur mína,“ segir Vanessa.

Vanessa leyfði skjólstæðingi sínum að gefa þessum Lucas númerið hennar og hann hafði samband daginn eftir. Þau skipulögðu tvöfalt stefnumót og það varð hreinlega ást við fyrstu sín.

Lucas og Jacob bróðir hans eru líka eineggja tvíburar. Jacob fæddist á undan og hann féll strax fyrir Kerissu sem fæddist líka á undan systur sinni. Vanessa og Lucas fundu svo strax fyrir sterkri tengingu.

„Okkur datt aldrei í hug að við yrðum ástfangnar af öðrum tvíburum,“ segir Vanessa.

„Það var mjög spennandi þegar við hittumst öll á þessu fyrsta stefnumóti,“ segir Kerissa. „Þeir segja að þegar þú vitir það, þá vitir þú það og við fundum strax fyrir tilfinningum og féllum hratt fyrir þeim. Því meira sem við töluðum saman því betri varð tengingin og við vissum að þessu var bara ætlað að verða“

Þremur mánuðum seinna ákváðu þau að flytja inn saman. Öll fjögur. Þegar þau fara saman út á lífið þá reka margir upp stór augu.

„Auðvitað getum við þekkt hvert annað í sundur svo við ruglumst ekkert en í augum ókunnugra á almannafæri þá er það eins og fólk sjái tvöfalt. Þar sem við erum tvö sett af eineggja tvíburum þá getur verið mjög erfitt fyrir aðra að þekkja okkur í sundur. Við erum öll bestu vinir og okkur semur öllum svo vel. Núna þegar við búum öll saman þá erum við nánari en nokkru sinni fyrr. Við elskum að eyða tíma saman og það er alltaf gaman hjá okkur.“

Þó að samböndin séu enn tiltölulega ný af nálinni sjá stelpurnar fyrir sér að gifta sig í framtíðinni.

„Vinir okkar og fjölskylda segja að við höfum funduð klónin okkar af gagnstæðu kyni og að við séum klárlega gerð fyrir hvert annað. Hjónaband er ofarlega á forgangslistanum í framtíðinni. Við erum ekki viss um að við viljum gifta okkur á sama tíma, að minnsta kosti ekki að svo stöddu en allir eru að segja okkur að gera það, en er ekki alltaf betra að hafa tvö partý í staðinn fyrir eitt?“

Frétt Metro

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dónalegt leyndarmál Ólympíuleikanna – Kynsvall úti á túni og orgía í heitum potti – „Þú getur sofið hjá nýrri konu á hverju kvöldi“

Dónalegt leyndarmál Ólympíuleikanna – Kynsvall úti á túni og orgía í heitum potti – „Þú getur sofið hjá nýrri konu á hverju kvöldi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar furða sig á ákvörðun Nökkva: Kallaður hálfviti og trúður – Auddi Blö skýtur harkalega á hann

Íslendingar furða sig á ákvörðun Nökkva: Kallaður hálfviti og trúður – Auddi Blö skýtur harkalega á hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf birti mynd inni á klósetti og var harðlega gagnrýnd – Þetta er ástæðan

Birgitta Líf birti mynd inni á klósetti og var harðlega gagnrýnd – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 6 dögum

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir
Fókus
Fyrir 1 viku

Saga rappsins um helgina

Saga rappsins um helgina
Fókus
Fyrir 1 viku

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“