fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Níu ára skráði sig á söguspjöld þegar Simon braut reglurnar

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 20:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hin níu ára gamla Victory Brinker mætti í áheyrnarprufur fyrir America’s Got Talent sagðist hún hafa það að markmiði að fá fjögur já frá dómurunum en hún bjóst líklegast ekki við því að ná að toppa markmið sitt.

Þrátt fyrir ungan aldur er Victory feikigóð óperusöngkona. Hún náði að heilla alla dómarana upp úr skónum með ansi heillandi flutning á laginu „Juliet’s Waltz“ úr óperunni um Rómeó og Júlíu.

Simon Cowell, einn dómari þáttanna sem þekktur er fyrir að vera ansi harður í horn að taka, vissi að allir dómararnir voru búnir að gefa sinn gullhnapp sem hleypir keppendum beint áfram í sjónvarpið og þurfti því aðeins að fara út fyrir kassann til að verðlauna Victory fyrir flutning sinn.

Hann kallaði Terry Crews, kynni America’s Got Talent, til sín og ræddi málin við hann og hina dómarana. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að gefa Victory einn gullhnapp öll saman. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þetta gerist.

Flutning Victory má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta