fbpx
Fimmtudagur 24.júní 2021
Fókus

Segist hafa verið bönnuð fyrir að birta þessa mynd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. júní 2021 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það tók Whitney Page Veneable átta ár að sanka að sér tæplega 100 þúsund fylgjendum á Twitter. Þannig þegar hún var bönnuð á miðlinum varð hún gjörsamlega æf.

Áhrifavaldurinn heldur því fram að hún hefði verið bönnuð á Twitter eftir að „afbrýðisamar“ konur tilkynntu myndina hennar fyrir að vera „of heit.“ The Sun greinir frá.

Whitney er 26 ára frá Flórída og telur að nærfatamynd, sem má sjá hér að neðan, sé orsök bannsins.

Myndin umrædda.

„Bannið kom mér í algjörlega opna skjöldu þar sem ég hef aldrei notað Twitter í eitthvað annað en að skrifa um sjónvarpsþætti eða deila myndum frá Instagram,“ segir Whitney.

„Einn daginn breytti ég opnumynd minni (e. cover photo) í sakleysislega mynd af mér á nærfötunum og allt í einu var ég bönnuð á Twitter. Mér fannst ég verða fyrir fordómum því það eru mikið verri myndir á Twitter en þessi,“ segir hún.

Twitter, ólíkt öðrum samfélagsmiðlum, leyfir bæði nekt og klám á miðlinum.

„Ég trúi því sterklega að Twitter eyddi síðunni minni því ég er of kynþokkafull og afbrýðisamt fólk, sem er ekki eins aðlaðandi og ég, kvartaði eða sagði mig vera að auglýsa kynlíf. Þetta er ekki sanngjarnt.“

Whitney reyndi að hafa samband við Twitter og þegar engin svör bárust reyndi hún að stofna nýja síðu en gat það ekki því Twitter var búið að banna IP-töluna hennar. Hún fór krókaleið og keypti nýjan síma og stofnaði þannig nýja síðu.

„Ég er í miklu uppnámi vegna málsins […] Ég hef kvartað og kvartað en ekkert gerist. Það er ekki mitt vandamál að sumir séu ekki eins vel útlítandi og ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Billie Eilish biðst afsökunar á umdeildu myndbandi

Billie Eilish biðst afsökunar á umdeildu myndbandi
Fókus
Í gær

Tvítug samfélagsmiðlastjarna kaupir hús á 530 milljónir – Sjáðu myndirnar

Tvítug samfélagsmiðlastjarna kaupir hús á 530 milljónir – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix