fbpx
Þriðjudagur 15.júní 2021
Fókus

Lilja Karen birti myndband til að sýna árangur í pole fitness – Fékk ömurlega athugasemd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. júní 2021 13:30

Lilja Karen deildi myndbandi af árangri sínum í pole fitness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Karen Björnsdóttir hefur verið að æfa pole fitness, eða súlufimi, í rúmt ár með nokkrum pásum inn á milli. Yfir þann tíma hefur hún styrkst mikið og hún vildi deila árangri sínum með netverjum á TikTok.

Hún deildi tveimur myndböndum af sér gera sama hlutinn – klifra upp stöngina – en með árs millibili. Í fyrra myndbandinu er hún nýbyrjuð í pole fitness en í því seinna má sjá ótrúlegan árangur hennar enda vita þeir sem hafa reynt að gera það sama hversu erfitt það er.

@liljakaren97💪💪💪 ##pole ##polefitness ##plussize ##plussizepole ##poledancing ##plussizepolefitness ##polebeginner ##polefitnessbeginner ##strong♬ Aesthetic – Xilo

Viðbrögðin voru mestmegnis jákvæð en Lilja fékk mjög leiðinlega athugasemd frá karlmanni sem sagði henni að léttast „fyrir heilsuna.“

Lilja benti honum á að hún væri búin að fara fimm sinnum á æfingu þá vikuna og að heilsa hennar kæmi honum ekki við. Í samtali við DV segir Lilja að það sé ekki einsdæmi að hún fái slíka athugasemd.

„Ég fékk leiðinlega athugasemd við myndband þar sem ég var að gera „trick“ og datt svo og einhver kommentaði og sagði að þetta væri ástæðan fyrir því að það væru búnir að vera jarðskjálftar,“ segir Lilja Karen.

„Svo hef ég líka séð  fullt af ljótum athugasemdum hjá öðrum „plus size“ stelpum í pole fitnes. Ég hef líka alveg fundið fyrir þessu annars staðar en á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum.“

Lilja Karen tekur það fram að hún hefur aldrei orðið fyrir fitufordómum þar sem hún æfir pole fitness. „Allir eru rosa stuðningsríkir og það er bara alls konar fólk að æfa þar,“ segir hún.

Lilja Karen Björnsdóttir.

Fela sig á bak við „áhyggjur“

Aðspurð hvort henni þykir fólk fela sig á bak við „heilsuáhyggjur“ þegar það er með fordóma svarar Lilja Karen játandi. „Já, ég sé þetta út um allt á samfélagsmiðlum. Feitt fólk má varla taka mynd af sér og deila henni án þess að fá ljótar athugasemdir. Það er það sem gerir fólk svona reitt, að sjá feita manneskju sem hatar ekki sig sjálfa,“ segir hún.

„Held að þetta með heilsuna sé bara afsökun til að vera ömurlegur. Það er fullt af hlutum sem fólk gerir sem er óheilbrigt en ég sé aldrei þessa sömu einstaklinga hafa svona miklar áhyggjur af heilsu reykingarfólks til dæmis. Og líka að skrifa svona athugasemd við myndband af manneskju hreyfa sig og sýna árangurinn, ég á bara ekki orð, sko. Leyfið fólki bara að lifa sínu lífi. Heilsa ókunnugra kemur þér ekki við.“

Lilja Karen ætlar að halda áfram að deila myndböndum á samfélagsmiðlum. „Ég mun ekki láta eitthvað svona hafa áhrif á mig og mun halda áfram að deila myndböndum,“ segir hún ákveðin.

„Jákvæðu athugasemdirnar sem ég fæ eru mikið fleiri og alltaf gaman að lesa þær.“

Þú getur fylgst með Lilju Karen á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Edda fékk áminningu um fyrir hverju hún er að berjast: ,,Takk fyrir að minna mig á að ég skulda engum kynlíf“

Edda fékk áminningu um fyrir hverju hún er að berjast: ,,Takk fyrir að minna mig á að ég skulda engum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjúklega erfiða vinaprófið – Hversu vel þekkir þú Friends í raun og veru?

Sjúklega erfiða vinaprófið – Hversu vel þekkir þú Friends í raun og veru?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Telur að Meghan Markle sé að senda dulin skilaboð varðandi Harry prins

Sjáðu myndina: Telur að Meghan Markle sé að senda dulin skilaboð varðandi Harry prins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harðjaxlinn táraðist og ýtti á gullhnappinn – Sjáðu atriðið sem bræddi kalt hjarta Simon Cowells

Harðjaxlinn táraðist og ýtti á gullhnappinn – Sjáðu atriðið sem bræddi kalt hjarta Simon Cowells
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlar að leika Daft Punk á kirkjuorgel

Ætlar að leika Daft Punk á kirkjuorgel
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórdís Elva skólar Magnús Scheving til – „Þarna, kæri Magnús, ertu að ruglast“

Þórdís Elva skólar Magnús Scheving til – „Þarna, kæri Magnús, ertu að ruglast“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arna Vilhjálms hamingjusamari og öruggari en nokkurn tíma áður – „Ég er stærri, ég er feitari og ég er að margra mati búin að „eyðileggja allt““

Arna Vilhjálms hamingjusamari og öruggari en nokkurn tíma áður – „Ég er stærri, ég er feitari og ég er að margra mati búin að „eyðileggja allt““
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Kærasta mín er að flytja aftur inn með fyrrverandi – Ætti ég að hafa áhyggjur?“

„Kærasta mín er að flytja aftur inn með fyrrverandi – Ætti ég að hafa áhyggjur?“