fbpx
Laugardagur 13.ágúst 2022
Fókus

Aðdáendur Kylie Jenner missa það yfir gamalli mynd – „Hún er ekki sama manneskjan“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. júní 2021 10:30

Kylie Jenner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylie Jenner er ekki aðeins raunveruleikastjarna heldur einnig ein stærsta samfélagsmiðlastjarna heims og snyrtivörumógull. Hún er með yfir 243 milljónir fylgjenda á Instagram þar sem má finna 6750 myndir. Einn fylgjandi hennar tók það á sig að fletta alveg neðst á Instagram-síðu hennar þar sem má finna gamlar myndir.

Fylgjandinn tók skjáskot og deildi síðan myndunum á TikTok og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Aðdáendur voru í áfalli yfir breyttu útliti stjörnunnar.

Kylie hefur viðurkennt að hafa látið fylla í varir sínar en hefur til þessa neitað að hafa gert eitthvað annað við andlit sitt eða líkama. Hún hefur meðal annars verið sökuð um að hafa farið í BBL (Brazilian Butt Lift), brjóstastækkun og aðgerð á kjálka og kinnbeinum. Hún hefur neitað þessu öllu.

„Það tók mig 25 mínútur að fletta neðst niður,“ segir fylgjandinn sem birtir skjáskotin á TikTok.

Nokkrar myndanna eru síðan 2011, en þá var Kylie þrettán ára.

Netverjar höfðu mikið um breytt útlit Kylie að segja.

„Hún er svo ungleg [á þessum myndum]! Nú lítur hún út fyrir að vera á fimmtugsaldri,“ segir einn netverji.

„Hún er bókstaflega ekki sama manneskjan,“ segir annar.

Í síðustu viku kom út endurfundaþáttur Keeping Up With The Kardashians og var Kylie meðal annars spurð út í varafyllingarnar. Útlit stjörnunnar vakti einnig athygli en töldu margir hana vera ólíka ímyndinni sem hún birtir á samfélagsmiðlum.

„Andlitið hennar er svo gervilegt,“ sagði einn netverji á Twitter.

„Kylie lítur út fyrir að vera yfir fertugt í endurfundaþættinum. Hún þarf að slaka á í bótox. Á Instagram virðist hún vera allt önnur manneskja!“ Sagði annar.

„Guð minn góður, ég held að Kylie sé búin að láta gera allt of mikið við andlitið sitt. Hún var svo falleg áður en núna er hún bara of gervileg,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eru álitin meðal stórmenna sögunnar – En þau áttu sér einnig mun dekkri hliðar sem fæstir vissu af

Þau eru álitin meðal stórmenna sögunnar – En þau áttu sér einnig mun dekkri hliðar sem fæstir vissu af
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hef ekkert val. Ég þarf að vera í samskiptum við þennan mann sama hvað hann gerði“

„Ég hef ekkert val. Ég þarf að vera í samskiptum við þennan mann sama hvað hann gerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það var þrautin þyngri að koma sér í kvikindið“

„Það var þrautin þyngri að koma sér í kvikindið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Gísla sagði honum frá því að starfsmaður á veitingastaðnum hefði nauðgað henni – Tók fimm ár að ná réttlæti

Dóttir Gísla sagði honum frá því að starfsmaður á veitingastaðnum hefði nauðgað henni – Tók fimm ár að ná réttlæti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Viima fékk nóg eftir hatursárás á gleðigönguna í Finnlandi – ,,Þetta er mjög íhaldssamt og heittrúað samfélag“

Viima fékk nóg eftir hatursárás á gleðigönguna í Finnlandi – ,,Þetta er mjög íhaldssamt og heittrúað samfélag“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Telja að Filippus Bretaprins hafi verið guðleg vera

Telja að Filippus Bretaprins hafi verið guðleg vera