fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Gaf karlinum kynlífsheimavinnu – „Hann var svo graður að við höfum ekki litið til baka“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 23. júní 2021 21:00

Michelle og Stephen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Förðunarfræðingurinn Michelle Court greip til sinna ráða þegar kynlíf hennar og kærasta hennar, Stephen Hilburn, var orðið ansi fátæklegt.

Michelle, 37 ára, byrjaði að gefa Stephen, 35 ára, heimavinnu og hefur það algjörlega snúið kynlífi þeirra við og aukið nándina. „Hann var svo graður að við höfum ekki litið til baka,“ segir hún. Fabulous Digital greinir frá.

Michelle og Stephen hafa verið saman í fjögur ár og eiga saman ársgamlan son. Bæði Covid og barneignirnar settu strik í reikninginn þegar kemur að kynlífi. Þau voru vön að sofa saman átta sinnum í viku og prófa hinar ýmsu stellingar en eftir fæðingu sonarins var kynlífið fátíðara og stóð styttra yfir í hvert skipti.

„Hvorugt okkar var ánægt. Stephen fannst öll mín athygli beinast að syni okkar en hann var ekki að fá sömu athygli og hann var vanur,“ segir hún.

Michelle og Stephen.

Stefnumótasíðan Ashley Madison framkvæmdi nýlega könnun og samkvæmt niðurstöðum hennar gefa fullorðnir einstaklingar í samböndum kynlífinu sínu 2,9 af 10 í einkunn, miðað við 7,3 af 10 í byrjun sambands. Hafa skal í huga að Ashley Madison er stefnumótasíða fyrir fullorðið fólk sem er í framhjáhaldshugleiðingum.

„Ég var að rannsaka leiðir til að bæta kynlíf í samböndum og ég tók eftir þema. Hver síða var að gefa mér ráð, eins og að ég ætti að auka við þekkingu mína, æfa snertingu og viðhalda líkamlegri nánd. Ég var tilbúin að leggja á mig vinnuna en ég gat ekki látið hann bara slaka á í svefnherberginu á meðan ég var í þessari sjálfsvinnuvegferð,“ segir hún.

„Ég tók saman ráðin og skipti þeim niður í fjögur verkefni fyrir hann.“

Fyrsta verkefnið – Spyrjið spurninga

„Eftir mikla rannsóknarvinnu á netinu komst ég að því að samskiptaörðugleikar séu algengasta vandamálið í samböndum. Ég fann spurningar sem við gætum spurt hvort annað til að kynnast betur kynferðislega. Spurningarnar sem við spurðum voru meðal annars: Hvenær finnst þér þú kynþokkafull/ur? Hvað geri ég í svefnherberginu sem þér líkar eða mislíkar? Og ef það er eitthvað eitt sem þú vilt að ég geri í kynmökum, hvað er það?“

Michelle segir að þetta hafi strax haft jákvæð áhrif á kynlífið þeirra. „Ég komst að því að hann elskar að við klæðum okkur upp fyrir kynlíf eins og við gerðum áður en við eignuðumst son okkar og við komumst að því að við elskum bæði hlutverkaleik. Samskipti eru lykillinn að góðu sambandi,“ segir hún.

Annað verkefnið – Læra Kama Sutra

Michelle og Stephen prófuðu hinar ýmsu stellingar í gegnum árin en voru farin að styðjast við alltaf sömu tvær stellingarnar, trúboðann og skeiðina.

„Alls ekki misskilja mig, ég kann mjög vel við þessar stellingar en það er auðvelt að vera latur. Ég stakk upp á því að við myndum skoða Kama Sutra og ég sendi honum nokkrar stellingar sem mig langaði að prófa,“ segir hún.

Þau ákváðu að prófa alltaf tvær nýjar stellingar í hvert skipti sem þau stunduðu kynlíf.

Þriðja verkefnið – Talaðu við vinina

Michelle talaði við vinkonur sínar og spurðist fyrir um hvað væri að virka fyrir þær og þeirra maka.

„Þær sögðu mér hvernig makar þeirra hefðu lært á þær í gegnum árin með handleiðslu og ábendingum. Ég gaf Stephen nokkrar ábendingar, eins og hvernig hann gæti hreyft mjaðmirnar á mismunandi hátt. Hann fór sjálfur að skoða þetta og plúsinn við það er að þegar við vorum farin upp í rúm eftir að barnið var sofnað var hann orðin rosalega graður og mér fannst gaman að finna fyrir löngun hans.“

Talaðu við vinina. Mynd/Getty

Fjórða verkefnið – Tæki og tól

Michelle vísar í rannsókn sem segir að 43 prósent para í sambúð nota kynlífstæki, en það var eitthvað sem þau höfðu aldrei prófað.

Með síðasta verkefninu lét hún Stephen því hafa innkaupalista. „Ég gaf honum hugmyndir, eins og olíur og kerti sem gætu aukið nautnina. Ég stakk líka upp á því að Stephen myndi læra nuddaðferðir af YouTube. Það setur meiri áherslu á ánægjuna frekar en að þetta snúist bara um fullnæginguna.“

Niðurstaða

Nú eru fjórar vikur liðnar síðan Michelle byrjaði að fela Stephen þessi verkefni og þá er stóra spurningin: Hvernig er kynlífið þeirra í dag?

„Ég hef tekið eftir miklum mun. Hann virðist öruggari, bæði varðandi minn líkama og með sinn,“ segir Michelle.

„Ástríðan sem var á milli okkar áður en við eignuðumst son okkar er komin aftur. Ég mæli með að önnur pör geri þetta sem eru á sama stað og við vorum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“