fbpx
Þriðjudagur 31.janúar 2023
Fókus

Segir margar konur gera þessi stóru mistök í svefnherberginu – Þetta er lausnin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. júní 2021 22:00

Nadia Bokody.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífssérfræðingurinn Nadia Bokody afhjúpar mistök sem hún segir margar konur gera í svefnherberginu sem gerir það að verkum að þær fá ekki fullnægingu.

Að hennar sögn gera um 35 prósent kvenna þessi mistök en þær þurfa ekki að örvænta, Nadia segist vera með lausn.

Hún segir að ástæðan fyrir því að tæplega helmingur kvenna á erfitt með að fá fullnægingu í kynlífi er vegna þess að það er „stigma“ á ánægju kvenna og sjálfsfróun kvenna í samfélaginu. Hún segir að það sé rótgróið í menningu okkar það sé skömm í kringum kynferði kvenna. Eins og þegar kemur að því að tala um píkuna og ef konur njóta þess að stunda kynlíf þá eru þær „druslur“ og „athyglissjúkar.“

„Og á meðan við erum uppteknar af því að eyða orku okkar og pening í að vera aðlaðandi í augum karla (e. the male gaze) (sama hvað þú gerir verður það aldrei nóg), þá missum við sjónar af því sem skiptir máli, okkur sjálfum,“ segir hún.

Sláandi munur

„Það gerir það að verkum að það er mikill munur á ánægju í svefnherberginu. Rannsóknir sýna að gagnkynhneigðir karlmenn fá fullnægingu í 95 prósent skiptanna á meðan gagnkynhneigðar konur fá það í 65 prósent skiptanna.“

Nadia segir að þessi sláandi munur sé ein af ástæðunum fyrir því að hún byrjaði að skrifa um kynlíf. Hún segir að sjálfsfróun kvenna ætti ekki að vera þögguð eða gerð að „skömmustulegu leyndarmáli.“

„Kynferðislega valdeflandi konur eru ógn fyrir kerfi sem græðir á undirokun okkar,“ segir hún og vísar í feðraveldið.

„Þegar við konur skömmumst okkar eða treystum ekki innsæi okkar í svefnherberginu þá lærum við að hunsa ánægju á öðrum hliðum lífsins, eins og í vinnu og í sambandi. Við höfum mikið fyrir því að þóknast öðrum,“ segir Nadia.

„Kynferðislega undirokaðar konur tryggja að feðraveldið, sem gengur út á ánægju karla, ráði áfram ríkjum. Það er engin tilviljun að ég skrifa pistla sem hjálpa konum að vera öruggari og fæ aðeins ljót skilaboð (e. hate mail) frá karlmönnum,“ segir Nadia.

Þannig hvernig er hægt að leysa þetta vandamál?

Kynlífssérfræðingurinn segir að „normalisering sjálfsfróunar kvenna“ sé lykillinn að lausninni.

„Við vitum nú þegar að það fylgir því mikill ávinningur fyrir konur að fróa sér reglulega. Vísindin sýna að við erum ekki jafn stressaðar, við erum afkastameiri og ákveðnari í vinnu og erum öruggari í líkama okkar. En það er talið að um 20 prósent okkar stundi ekki sjálfsfróun,“ segir hún.

„Ein leið til að auka líkurnar á fullnægingu með maka og auka kynhvöt er að fróa þér reglulega. Alveg eins og það eykur vöðvamassa að fara í ræktina þá eflir það kynhvöt þína og öryggi að fróa þér. Og það sem skiptir meira máli er að þú kynnist líkama þínum betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Marie Kondo hefur gefist upp á að halda hreinu heimili

Marie Kondo hefur gefist upp á að halda hreinu heimili
Fókus
Í gær

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?
Fókus
Í gær

Blake Lively er Lily – Metsölubók á hvíta tjaldið

Blake Lively er Lily – Metsölubók á hvíta tjaldið
Fókus
Í gær

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Margrét segir takmörk fyrir hversu langt sé hægt að komast á hnefanum – „Það kom fyrir að bæði mamma og pabbi voru veik á sama tíma en ekkert kerfi kom okkur börnunum til hjálpar“

Anna Margrét segir takmörk fyrir hversu langt sé hægt að komast á hnefanum – „Það kom fyrir að bæði mamma og pabbi voru veik á sama tíma en ekkert kerfi kom okkur börnunum til hjálpar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þeir voru gjörspilltir og fordekraðir forréttindapésar sem töldu sig öllum æðri – Ákváðu að fremja hið fullkomna morð sér til skemmtunar

Þeir voru gjörspilltir og fordekraðir forréttindapésar sem töldu sig öllum æðri – Ákváðu að fremja hið fullkomna morð sér til skemmtunar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Komst að leyndarmáli um mág sinn og forðast nú hann eins og heitan eldinn

Komst að leyndarmáli um mág sinn og forðast nú hann eins og heitan eldinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin setti Bridgehátíð

Forsetafrúin setti Bridgehátíð