fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Hönnuðurinn á bak við heimsfræga sundbolinn var skelfingu lostin þegar hún sá myndina – Þetta er ástæðan

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. júní 2021 13:30

Farrah Fawcett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farrah Fawcett var bandarísk leikkona, fyrirsæta og listakona. Þó svo að þú hafir ekki séð neina kvikmynd sem Farrah lék í þá þekkirðu hana alveg örugglega sem konuna á vinsælasta plakati heims. Farah var lengi dáð í Hollywood en hún fékk stóra tækifærið í leiklistinni sama ár og plakatið birtist, þegar hún fékk hlutverk í upphaflegu Charlie´s Angels þáttunum.

Farrah sat fyrir í rauðum sundbol árið 1976. Myndin var prentuð á plaköt og seldust yfir tólf milljónir eintök.

En það var ein manneskja sem var skelfingu lostin þegar hún sá myndina. Það var hönnuður sundbolsins.

Sundfatahönnuðurinn Norma Kamali var ekki sátt við myndina. Hún útskýrir af hverju í hlaðvarpsþættinum Behind the Velvet Rope.

Sundfatahönnuðurinn Norma.

„Ég hef unnið með svo mörgum og Farrah var mjög góður viðskiptavinur. Hún var eins falleg að innan og að utan, alveg virkilega yndisleg manneskja,“ segir Norma í þættinum.

Norma segir að Farrah hefði verslað reglulega hjá henni í gegnum árin en hún „hafði ekki hugmynd um að hún hefði keypt þennan sundbol.“

„Ég var skelfingu lostin þegar ég sá plakatið. Því ég gerði margar prófanir og prófaði þessa týpu. Ég gerði sex sundboli og setti þá í búðina og hugsaði: „Ég ætla ekki að gera þennan aftur, hann er ekki nógu góður.“ Hann er það ekki. Ég var ekki ánægð með hann,“ viðurkennir Norma.

„[Þegar ég sá plakatið] hugsaði ég: „Ha? Hver? Guð minn góður.“ Af hverju þessi sundbolur af öllum? Farrah var ekki með heilt teymi að hjálpa við myndatökuna. Þetta var bókstaflega bara hún og ljósmyndarinn.“

Til allrar óhamingju fyrir Normu varð myndin að vinsælasta plakati í heimi. „Sundbolurinn hafði ekkert með velgengni plakatsins að gera, ég get sagt ykkur það,“ segir Norma.

Fjöldi fólks vildi kaupa sundbolinn og tókst Normu að laga nokkur smáatriði áður en hún setti hann aftur í sölu.

Upprunalegi sundbolurinn er nú á safni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta