fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Fékk nóg af því að þurfa að berjast fyrir athygli vinkonu sinnar – Kenndi henni klikkaða lexíu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. maí 2021 21:00

Vinkonurnar Sunisa og Takeesha.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona fékk nóg af því að þurfa að berjast fyrir athygli bestu vinkonu sinnar og ákvað að kenna henni lexíu. Hún sigldi undir fölsku flaggi át netinu og þóttist vera karlmaður. Hún vingaðist við vinkonu sína undir þvi yfirskyni að hún væri þessi karlmaður og gekk svo langt að eiga í árslöngu ástarsambandi við vinkonuna á netinu áður en sannleikurinn kom í ljós. Fjallað er um mál vinkvennanna í nýjasta þætti Catfish UK.

Tískuneminn Tasheeka, 22 ára, frá Leeds í Bretlandi, kynntist fyrirsætunni „Aaron“ á netinu fyrir tveimur árum. Hún varð ástfangin og vildi ólm hitta hann en ári eftir að þau kynntust lét hann sig skyndilega hverfa. Hún varð miður sín og gekk í gegnum ástarsorg.

Skyndilega hafði hann aftur samband við hana og þau tóku upp þráðinn að nýju. En þá var það besta vinkona hennar Sunisa, sem þóttist vera Aaron.

Fékk aðstoð frá framleiðendum MTV

Tasheeka fékk framleiðendur Catfish UK á sjónvarpsstöðinni MTV til að hjálpa sér að finna Aaron. Hana var byrjað að gruna að ekki væri allt með felldu.

Þáttastjórnendum tókst að finna manninn á myndunum sem Sunisa notaði. Maðurinn heitir Glenn og sagðist aldrei nokkurn tímann hafa talað svo mikið sem eitt orð við Tasheeku.

Þá kom í ljós að það var Sunisa sem stóð að baki þessum „Aaron“ og ástæðan fyrir því var forgangsröðun Tasheeku, Sunisa var orðin langþreytt á því að vinkona hennar væri sífellt að velja karlmenn fram yfir hana.

Tasheeka fékk aðstoð frá framleiðendum MTV að finna Aaron.

Tasheeka sagði þáttstjórnendum Catfish UK að Aaron væri „fullkominn“ og að henni hafi „aldrei liðið svona gagnvart einhverjum áður.“ Þegar leið á þáttinn kom í ljós að fyrirsætan Aaron er ekki til. Tasheeka lenti í því að verða tvisvar sinnum fyrir „catfish“, en framleiðendur gátu ekki fundið út hver hafi verið fyrsta manneskjan til að sigla undir fölsku flaggi sem Aaron.

Sunisa sagði að hún vildi veita Tasheeku sálaró þar sem hún var svo miður sín eftir að Aaron hvarf skyndilega en viðurkenndi að það hafi gengið of langt.

„Ég hef verið Aaron síðan sá fyrri hvarf, síðan hann hætti að tala við Tasheeku hef ég þóst vera hann,“ sagði Sunisa við Tasheeku og þáttastjórnendur Catfish UK.

Tasheeka brást illa við tíðindunum og þurfti að fara afsíðis til að róa sig. „Hún veit að ég hef gengið í gegnum svo mikinn skít í gegnum ævina. Hún á að vera ein af bestu vinkonum mínum,“ sagði hún.

Tasheeka.

Sunisa sagðist hafa gert þetta til að „hjálpa“ Tasheeku, þar sem hún hafi verið svo sorgmædd eftir að Aaron fyrst hvarf. Hún sakaði Tasheeku einnig um að „hafa ýtt mér í burtu“.

„Ég sendi henni skilaboð en hún svaraði mér aldrei, ég hringdi en hún svaraði ekki. Ég meira að segja bauð henni hingað og þangað en hún neitaði alltaf, hún valdi alltaf Aaron fram yfir mig.“

Tasheeka brotnaði niður: „Ég vil ekki virðast vera hálfviti. Ég vildi bara vera hamingjusöm.“

Allt er gott sem endar vel og fyrirgaf Tasheeka vinkonu sinni og sagði að allir ættu skilið annað tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skrifstofufólki brá heldur betur í brún þegar það horfði út um gluggann – Sjáðu myndbandið

Skrifstofufólki brá heldur betur í brún þegar það horfði út um gluggann – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hryllingshús stjörnunnar selt á 220 miljónir – Kynlífssértrúarsöfnuður starfræktur innan veggja þess

Hryllingshús stjörnunnar selt á 220 miljónir – Kynlífssértrúarsöfnuður starfræktur innan veggja þess
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum