fbpx
Laugardagur 28.maí 2022
Fókus

Komin með nóg af einhyrninga-veiðum á Tinder – „Einhvern veginn hef ég ráfað inn á slæmt klámmyndar-sett frá níunda áratugnum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 13:20

Nadia Bokody.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífssérfræðingurinn og blaðakona Nadia Bokody segist vera komin með nóg af því að gagnkynhneigð pör troði sér óboðin inn á stefnumótasíður fyrir samkynhneigðar konur bara vegna þess að þeim leiðist í svefnherberginu.

„Ég er að tala við konu sem ég hef parast við á Tinder. Allt er að ganga vel. Hún svarar hratt og virkar hress og spennt fyrir því að hittast. Svo segir hún nokkuð sem mér bregður við.

„Ég sýndi eiginmanni mínum myndirnar af þér og honum finnst þú mjög kynþokkafull.“

Ráðvillt svaraði ég henni til að fá aðstæður á hreint. „Ertu hér til að hitta vini eða til að komast á stefnumót,“ spyr ég. „Fyrir sjóðheitt ævintýri og við getum ekki beðið eftir því að hitta þig,“ skrifar hún til baka, og sendir brosandi djöfla tjákn með.

Einhvern veginn hef ég ráfað inn á slæmt klámmyndar-sett frá níunda áratugnum, með tilheyrandi ósmekklegum kynferðislegum undirtónum og subbulegum þriðja aðila sem mætir óboðinn í partýið.“

Nadia segir að hún hafi í kjölfarið áttað sig á því að þetta sé mjög algengt á stefnumótasíðum og öppum fyrir samkynhneigðar konur. Þetta athæfi er nokkuð sem hefur verið kallað „einhyrninga veiðar“.

„Einhyrninga-veiðimenn eru í grófum dráttum gagnkynhneigð pör sem hanga með ógeðslegum hætti á smáforritum á borð við Tinder og Bumble til að finna konur fyrir næsta trekant. Þau kalla þessar konur „einhyrninga“ vegna þess að í hreinskilni þá er það frekar goðsagnakennt að samkynhneigð kona taki að sér ólaunaða kynlífsvinnu fyrir gagnkynhneigt par sem leiðist.“

Nadia er 37 ára gömul og kom nýlega út úr skápnum sem samkynhneigð kona. Hún segir makaleitina erfiða sérstaklega vegna þess hversu margir karlmenn hafa troðið sér inn á stefnumótasíður sem aðeins eiga að vera fyrir samkynhneigðar konur.

Hún segir að jafnvel þó að stefnumótaforritið sé stillt þannig að aðeins sé verið að leita að konum finnist þar notendur sem lýsi sér svo „Í leit að opinmynntri konu sem er til í að leika“.

„Oftast er fyrsta myndin sem sést hjá þessum notendum tálbeitan: aðlaðandi kona í tælandi fatnaði sem brosir í myndavélina. Á næstu mynd má svo sjá karlmanninn. Stundum er það bara klassís paramynd af þeim; en í öðrum tilvikum er það mynd sem ætti betur heima á klámsíðu þar sem sjá má mikið af holdi og káfi.“

Nadia segir það alveg ljóst að yfirleitt sé það karlmaðurinn í sambandinu sem fylgist með þessum notandaaðgangi.

Hún segir ástæðu fyrir því að samkynhneigðar konur eigi sér ekki sérstakt skyndikynnaforrit á borð við Grindr sem er fyrir samkynhneigða karlmenn. Sú ástæða sé að karlmann þurfi oft ekkert annað en að sjá aðlaðandi manneskju til að æsast kynferðislega. Hjá konum þurfi yfirleitt einhver samskipti að eiga sér stað.

„Hjá okkur þarf líka að örva heilann. Það gæti gerst með rómantísku stefnumóti, daðri í smáskilaboðum eða bara með því að líða þægilega og vel í tilteknum aðstæðum. Við þurfum líka að upplifa að hinn aðilinn sjái okkur og hlusti á. Það er fátt sem fær konu til að finnast hún vera meira ósýnilega eða ómerkileg en þegar hún er beðin um að vera kynlífsleikfang í samlífi ófullnægðs pars.“

Nadia segist ekki dæma pör sem vilja krydda kynlífið sitt með aukaleikara. En hins vegar sé ekki rétt að reyna að lokka samkynhneigðar konur í það.

„Í guðanna bænum farið út af lesbíska Tinderinu. Það er nógu erfitt fyrir okkur samkynhneigðu konurnar þarna úti í dag án þess að þurfa að sjá beran karlmann í tækjum okkar án þess að honum hafi þangað verið boðið.“

Grein Nadiu í heild sinni 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að heiman sem sveitastrákur – Sneri til baka sem glamúrfyrirsæta

Fór að heiman sem sveitastrákur – Sneri til baka sem glamúrfyrirsæta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastan úr fyrstu myndinni ekki í þeirri nýjustu – „Ég er gömul og feit“

Kærastan úr fyrstu myndinni ekki í þeirri nýjustu – „Ég er gömul og feit“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kate Moss segir Depp aldrei hafa hrint henni niður stiga – „Hann kom hlaupandi til baka“

Kate Moss segir Depp aldrei hafa hrint henni niður stiga – „Hann kom hlaupandi til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Æsifréttamiðill reynir að hindra vitnisburð í máli Heard og Depp

Æsifréttamiðill reynir að hindra vitnisburð í máli Heard og Depp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband