fbpx
Þriðjudagur 31.janúar 2023
Fókus

Stripparar deila villtum leyndarmálum og sögum úr starfinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 1. maí 2021 20:30

Skjáskot úr kvikmyndinni Hustlers.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BuzzFeed fékk exótíska dansara til að deila villtum leyndarmálum og sögum úr starfinu.

Fjöldi strippara deildu áhugaverðum sögum. Upplifun allra er ólík og BuzzFeed tekur það fram að það eigi ekki að taka þessar sögur sem reynsluheim allra strippara í heild, heldur eru þetta einstaka reynslusögur.

Vinsælli ólétt

„Ég var strippari í um þrjú ár þegar ég var á þrítugsaldri til að borga niður námslánin mín. Síðustu mánuðina var ég ólétt af dóttur minni og þénaði tvöfalt það sem ég var vön að þéna. Þú trúir ekki hversu margir karlmenn voru hrifnari af mér því ég var áberandi ólétt.“

Sársauka takk

„Ég vann sem strippari í tvö og hálft ár. Það var einn maður sem kom reglulega og borgaði fyrir nokkrar klukkustundir í einkaherberginu. Hann borgaði mér tugi þúsunda aukalega svo ég myndi stíga á eistun hans í hælaskóm og slá hann með písk. Eins illa og mér leið með að meiða hann þá elskaði hann það.“

Gagnkynhneigðar konur verstar

„Gagnkynhneigðar konur sem eru að gæsa eða að skemmta sér með vinkonum sínum voru verstu viðskiptavinirnir. Þær töldu sig ekki þurfa að borga inn á staðinn þar sem þær eru konur og við kvenkyns dansarar, sem meikar ekki sens þar sem þær eru ekki það sem laðar fólk á staðinn og staðurinn græðir ekkert á þeim.“

Sá kunnuglegt andlit

„Ég var nýútskrifuð úr framhaldsskóla og var að vinna sem strippari svo ég gæti haft efni á því að gefa börnunum mínum að borða (átti eitt þriggja mánaða og annað fimmtán mánaða). Ég var á sviði og horfði út í sal og sá besta vin pabba míns. Við fórum heim til hans og sváfum saman og ég fór heim með tvær og hálfa milljón, sé ekki eftir neinu.“

Ekki bara kynferðislegt

„Fólk utan bransans áttar sig ekki á því að það koma margir hingað fyrir nánd sem er ekki endilega kynferðisleg og ef það væri ekki fyrir strippstaði þá myndu þessir einstaklingar aldrei fá knús, haldast í hendur eða hafa tækifæri á að reyna við eða fá athygli frá annarri manneskju á þann hátt sem það vill.

Margir viðskiptavinir eru sáttir við að borga fyrir svona samskipti því  mörkin og væntingarnar eru allavega skýr. Til dæmis eru nokkrir viðskiptavinir mínir á rófinu og hefðbundið tilhugalíf er annaðhvort ekki möguleiki eða heillar þá ekki. Mér þykir virkilega vænt um þessa viðskiptavini og er ánægð að geta hjálpað þeim á öruggan máta.“

Gjafir frá guðhræddum

„Það kom stundum vingjarnlegt kristið fólk með gjafapoka fyrir okkur á strippstaðinn og sagðist vera að „biðja fyrir sál okkar.““

Eldri þéna meira

„Mín reynsla er sú að eldri dansarar þéna alltaf langmest og það gerir yngri dansarana alveg klikkaða.“

Ekki bara brotnir einstaklingar

„Ég dansaði í mörg ár. Það halda svo margir að stripparar séu brotnir einstaklingar eða dópistar, en ég sá ekkert svoleiðis. Ég elskaði að dansa og elskaði peninginn, þetta borgaði bókstaflega fyrir fyrsta húsið mitt. Ég var sú eina í vinkonuhópnum mínum sem átti eigið heimili þegar við vorum 21 árs.“

Ekki stöðugt

„Vinkona systur minnar var strippari á meðan hún var í háskóla. Hún sagði mér að tekjurnar séu ekki jafn háar og fólk heldur. Jú vissulega eru stundum frábær kvöld en tekjustreymið er óstöðugt sem getur verið vandamál.“

Græddi mest

„Ég var sú tekjuhæsta á klúbbnum. Ég var aldrei með farða og fór ekki í brjóstastækkun, en fullt af fólki heldur að þú þurfir að gera það til að ganga vel.“

Lestu fleiri sögur á vef BuzzFeed.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Marie Kondo hefur gefist upp á að halda hreinu heimili

Marie Kondo hefur gefist upp á að halda hreinu heimili
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?
Fókus
Í gær

Blake Lively er Lily – Metsölubók á hvíta tjaldið

Blake Lively er Lily – Metsölubók á hvíta tjaldið
Fókus
Í gær

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Margrét segir takmörk fyrir hversu langt sé hægt að komast á hnefanum – „Það kom fyrir að bæði mamma og pabbi voru veik á sama tíma en ekkert kerfi kom okkur börnunum til hjálpar“

Anna Margrét segir takmörk fyrir hversu langt sé hægt að komast á hnefanum – „Það kom fyrir að bæði mamma og pabbi voru veik á sama tíma en ekkert kerfi kom okkur börnunum til hjálpar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þeir voru gjörspilltir og fordekraðir forréttindapésar sem töldu sig öllum æðri – Ákváðu að fremja hið fullkomna morð sér til skemmtunar

Þeir voru gjörspilltir og fordekraðir forréttindapésar sem töldu sig öllum æðri – Ákváðu að fremja hið fullkomna morð sér til skemmtunar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Komst að leyndarmáli um mág sinn og forðast nú hann eins og heitan eldinn

Komst að leyndarmáli um mág sinn og forðast nú hann eins og heitan eldinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin setti Bridgehátíð

Forsetafrúin setti Bridgehátíð