fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Fólk hreytti í hana ónotum og hrækti á hana en í dag er hún fyrirsæta – „Fólk sagði að mér myndi aldrei takast þetta“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannah Harpin er 18 ára unglingur frá Bretlandi og fæddist með Hay-Wells heilkennið sem er sjaldgæft heilkenni sem aðeins um þrjátíu manns í heiminum eru greindir með.  Heilkennið leiðir til þess að húð, hár, neglur, tennur og augu þroskast með óvenjulegum hætti.  Hannah er því bæði heyrnalaus og sköllótt.

„Ég hef orðið fyrir einelti nánast allt mitt líf. Allt frá því að fólk hreytir í mig ónotum úti á götu yfir í að ókunnugir geri ráð fyrir að ég sé með krabbamein vegna þess að ég er sköllótt,“ sagði Hannah í samtali við Dailymail.

Draumur Hönnuh um að verða fyrirsæta er nú orðinn að veruleika og hún er komin á samning við fyrirsætumiðlun.

„Ég lenti líka í því að strákur hrækti á mig á meðan vinur hans tók það upp. Ég hef glímt við slæmar sjálfsvígshugsanir árum saman út af atvikum sem þessu. En mér finnst ég sterkari núna og vona að ég geti barist gegn fordómum fyrir fötluðum fyrirsætum.“

„Það skiptir mig öllu að vera að hefja fyrirsætuferilinn, að fá tækifæri til að tengjast öllu þessu fólki og hjálpa fólki eins og mér,“ sagði Hannah. Hún er sú eina í fjölskyldu sinni sem er með þetta arfgenga heilkenni.  Hún lét þó heilkennið ekki koma í veg fyrir fyrirsætudrauminn.

„Þegar ég var ung og sagðist vilja verða fyrirsæta sagði fólk mér að mér myndi aldrei takast það. Ég vil vera fyrirsæta til að berjast gegn fötlunarfordómum og öðrum fordómum því ég tel að allir ættu að búa við jafnrétti.. Ef við tökum höndum saman þá held ég að við getum dregið úr fordómum og allur minn ferill mun snúast um þetta.“

Hannah notar stundum hárkollur í störfum sínum en situr einnig fyrir án þeirra. „Ég elska hárkollurnar mínar, sérstaklega þessar síðu, ég birti einnig dóma um þær fyrir fólk sem hefur misst hárið. Ég vildi bara að hárkollur með alvöru hári væru niðurgreiddar fyrir fólk sem af læknisfræðilegum ástæðum hefur misst hárið. Ég man að ég grét yfir hárleysinu sem barn og öfundaði önnur börn, en nú hef ég sætt mig við það að vera sköllótt og það er mjög valdeflandi.“

Hannah gefur einnig hárkollur til þeirra sem hafa ekki ráð á þeim og stefnir á að opna sín eigin góðgerðarsamtök til að halda þessu áfram í framtíðinni.

Hún vill vera innblástur fyrir þá sem hafa yfirstigið áskoranir í lífinu. „Það er í lagi að vera þú sjálft, hatur eldir hjartað og góðmennska gerir hjartað betra. Ef þú verður vitni af fordómum, taktu þá gerandann til hliðar og fræddu þá frekar heldur en að viðhalda hatrinu. Dreifum ást en ekki hatri og elskum okkur sjálf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta