fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
Fókus

Raunveruleikastjarna með óhefðbundið ráð gegn kvíða – „Kynlíf og mikið af því“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Aisleyne Horgan-Wallace er með nokkuð óhefðbundið ráð þegar kemur að því að vinna gegn kvíða. Hún stundar kynlíf og mikið að því.

Aisleyne kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hún tók þátt í raunveruleikaþáttunum Big Brother árið 2006. Síðan þá hefur hún gert garðinn frægan sem fyrirsæta, leikkona, dálkahöfundur og komið fram í fjölda sjónvarpsþátta.

Í viðtali við Fabulous Digital afhjúpar hún leyndarmálið á bak við streitulausan lífsstíl. Hún segir það vera „kynlíf elskan og mikið af því. Farðu ofan á, það getur breytt hugarfarinu þínu alveg.“

Mynd/Fabulous Digital

„Þegar þú ert að glíma við þunglyndi þá finnst þér heimurinn bara yfirþyrmandi þegar þú vaknar á morgnanna. Það eru ákveðnir hlutir, eins og útgöngubann, sem valda mér meiri áhyggjum en vinum mínum. En ég veit að það er bara hvernig heilinn minn virkar,“ segir hún.

„Ég er með það á heilanum að hreyfa mig og halda mér í formi. Það hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu mína.“

Með stærstu brjóstapúða Bretlands

Aisleyne er einnig þekkt fyrir að vera með stærstu brjóstapúða sem eru leyfilegir í Bretlandi. Hún segist því miður ekki vera að fá neitt kynlíf þessa dagana þar sem hún er að jafna sig eftir aðgerð. Hún fór í „brazilian butt lift“ fyrir stuttu sem kostaði hana rúmlega 1,7 milljón krónur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Aisleyne (@aisleyne1)

Aisleyne selur efni á OnlyFans.

En Aisleyne er að stunda „netkynlíf“ (e. cybersex) með karlmanni sem hún kýs að halda nafnlausum í fjölmiðlum.

„Það er einn maður í myndinni, en hann er í Norður-Írlandi þessa stundina. Við kynntumst í fyrra en takmarkanir vegna Covid eru að halda okkur í sundur. En þetta hefur gengið ágætlega. Við getum ekki stundað kynlíf þar sem ég er að jafna mig eftir aðgerð en erum að stunda netkynlíf. Ég er spennt að hitta hann þegar takmörkunum verður aflétt,“ segir hún.

Aisleyne var í sambandi með Mike Tyson.

Aisleyne hefur verið í nokkrum opinberum samböndum. Meðal annars með hnefaleikakappanum Mike Tyson og grínistanum Jack Whitehall.

Hún selur erótískt myndefni á OnlyFans. „Ég elska að taka myndir af mér sjálfri og ef þú getur „googlað“ brjóstin mín frítt, af hverju ætti ég ekki að hagnast á þeim sjálf?“ Segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt
Fókus
Í gær

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“