fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fókus

Giftist tengdaföður sínum eftir skilnaðinn – „Þetta hljómar eins og algjör skandall…“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 22:00

Mynd/PA Real Life

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég giftist tengdaföður mínum,“ segir Erica Quiggle í viðtali við The Sun.

Þegar Erica Quiggle og Justin Towell, fyrsti eiginmaður hennar og faðir níu ára sonar þeirra, voru að skilja árið 2011 fékk Erica óvænta öxl til að gráta á. Um er að ræða öxlina hjá tengdaföður hennar, Jeff Towell.

Erica var einungis 19 ára gömul þegar hún giftist Justin á sínum tíma. Erica, sem er heimavinnandi móðir, er nú 38 ára gömul og er gift tengdaföður sínum, eða öllu heldur fyrrverandi tengdaföður sínum.

Hún vildi ekki særa neinn þegar hún byrjaði að finna fyrir tilfinningum gagnvart Jeff en árið 2017 steig Jeff fram og sagðist vera hrifinn af henni. Í kjölfarið gerðu þau sambandið opinbert og eiga nú 2 ára gamla dóttur saman. Þau giftust í ágúst árið 2018.

Erica hafði þekkt Jeff síðan hún var 16 ára gömul. Jeff er stjúpfaðir Justin og hún kynntist honum upphaflega í gegnum systur fyrrverandi eiginmannsins. „Þetta hljómar eins og algjör skandall… en við vorum bæði ástfangin og gátum ekki neitað því,“ segir Erica.

29 ára aldursmunur og ekkert hatur til staðar

Hún segir að sambandið sé í dag fullkomið. Eflaust myndu margir halda að fyrrverandi eiginmaður hennar tæki illa í sambandið en hann var víst mjög skilningsríkur. „Þetta gekk allt upp og Justin var sá skilningsríkasti,“ segir Erica og Justin tekur undir. „Það er allt í góðu á milli okkar núna. Það er ekkert hatur til staðar.“

Jeff segist hafa fundið sálufélaga sinn í fyrrverandi tengdadóttur sinni. „Við njótum hvers annars eins og við erum og við munum njóta tímans sem við eigum eftir saman,“ segir hann. 29 ár skilja á milli þeirra hjóna en Jeff segir það ekki skipta máli. „Við höfum aldrei horft á aldursmuninn, við urðum bara ástfangin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð