fbpx
Laugardagur 19.júní 2021
Fókus

„Kærastan mín lætur eins og hundur – og ég elska það“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 30. mars 2021 22:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Jenna, 21 árs, og Lorenzo, 30 ára, gefa orðinu „hvolpaást“ nýja merkingu.

Þau koma fram í nýlegum þætti frá vefmiðlinum Truly. Undanfarið hefur parið verið að vekja gífurlega athygli á samfélagsmiðlum, sérstaklega TikTok, fyrir „hvolpa“ myndbönd þar sem má sjá Jennu drekka úr skál á gólfinu, hlaupa á eftir bolta eða naga inniskó Lorenzo.

Jenna og Lorenzo fara reglulega á svæði sem eru ætluð hundum.

Jenna og Lorenzo láta ekki álit annarra koma í veg fyrir hvolpaástina og fara reglulega á hundasvæði og út að ganga, allan tíman lætur Jenna eins og hundur. Þau viðurkenna að það getur þó verið leiðinlegt að fá ljótar athugasemdir.

Jenna segir að hún hafi elskað að láta eins og hundur síðan hún var barn og elskar að vera í „hugarheimi hvolps.“

„Ég fer aldrei neitt án þess að vera með hálsólina mína,“ segir hún. „Þannig líður mér best.“

Jenna á stórt búr.

Jenna segist ekki vera að gera þetta fyrir athygli. „Þó svo að enginn myndi vita hvað ég heiti, þá myndi ég samt gera þetta.“

Jenna kynntist núverandi „eiganda“ sínum, eins og hún kallar hann, í fyrra. Þau hafa verið óaðskiljanleg síðan en samband þeirra hefur ekki fallið vel í kramið hjá mörgum netverjum. Þau láta það hins vegar ekki stoppa sig og ætlar Jenna sér ekki að breyta lífsstíl sínum til að þóknast öðrum.

„Ég myndi segja að Lorenzo sé besti eigandi sem ég gæti hugsað mér. Hann hugsar um mig, mér finnst ég vera heppnasti hvolpur í heimi,“ segir hún.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ísland er spillt land“ – Horfðu á úrslit MORFÍs í beinni

„Ísland er spillt land“ – Horfðu á úrslit MORFÍs í beinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sex ára gömul beið Klara úti í bíl eftir föður sínum sem var á strippklúbb – „Ég veit ekki hvort ég myndi öskra á hann eða bara stúta honum“

Sex ára gömul beið Klara úti í bíl eftir föður sínum sem var á strippklúbb – „Ég veit ekki hvort ég myndi öskra á hann eða bara stúta honum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir margar konur gera þessi stóru mistök í svefnherberginu – Þetta er lausnin

Segir margar konur gera þessi stóru mistök í svefnherberginu – Þetta er lausnin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óskar Finnsson æðrulaus í risastóru verkefni – „Ég get ekkert gert við því að ég sé kominn með fjórða stigs krabbamein og heilaæxli“

Óskar Finnsson æðrulaus í risastóru verkefni – „Ég get ekkert gert við því að ég sé kominn með fjórða stigs krabbamein og heilaæxli“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingó Veðurguð og fleiri stjörnur ganga til liðs við Boomerang – „Maður nær alls ekki að anna eftirspurninni“

Ingó Veðurguð og fleiri stjörnur ganga til liðs við Boomerang – „Maður nær alls ekki að anna eftirspurninni“