fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fókus

„Kærastan mín lætur eins og hundur – og ég elska það“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 30. mars 2021 22:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Jenna, 21 árs, og Lorenzo, 30 ára, gefa orðinu „hvolpaást“ nýja merkingu.

Þau koma fram í nýlegum þætti frá vefmiðlinum Truly. Undanfarið hefur parið verið að vekja gífurlega athygli á samfélagsmiðlum, sérstaklega TikTok, fyrir „hvolpa“ myndbönd þar sem má sjá Jennu drekka úr skál á gólfinu, hlaupa á eftir bolta eða naga inniskó Lorenzo.

Jenna og Lorenzo fara reglulega á svæði sem eru ætluð hundum.

Jenna og Lorenzo láta ekki álit annarra koma í veg fyrir hvolpaástina og fara reglulega á hundasvæði og út að ganga, allan tíman lætur Jenna eins og hundur. Þau viðurkenna að það getur þó verið leiðinlegt að fá ljótar athugasemdir.

Jenna segir að hún hafi elskað að láta eins og hundur síðan hún var barn og elskar að vera í „hugarheimi hvolps.“

„Ég fer aldrei neitt án þess að vera með hálsólina mína,“ segir hún. „Þannig líður mér best.“

Jenna á stórt búr.

Jenna segist ekki vera að gera þetta fyrir athygli. „Þó svo að enginn myndi vita hvað ég heiti, þá myndi ég samt gera þetta.“

Jenna kynntist núverandi „eiganda“ sínum, eins og hún kallar hann, í fyrra. Þau hafa verið óaðskiljanleg síðan en samband þeirra hefur ekki fallið vel í kramið hjá mörgum netverjum. Þau láta það hins vegar ekki stoppa sig og ætlar Jenna sér ekki að breyta lífsstíl sínum til að þóknast öðrum.

„Ég myndi segja að Lorenzo sé besti eigandi sem ég gæti hugsað mér. Hann hugsar um mig, mér finnst ég vera heppnasti hvolpur í heimi,“ segir hún.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ósk og Ingólfur selja kynlífsmyndir og myndbönd af sér – Lögreglan kom að þeim að stunda kynlíf – „Við fríkuðum bara út“

Ósk og Ingólfur selja kynlífsmyndir og myndbönd af sér – Lögreglan kom að þeim að stunda kynlíf – „Við fríkuðum bara út“
Fókus
Í gær

Ætluðu að breyta stofugólfinu – Það sem leyndist undir teppinu kom þeim á óvart

Ætluðu að breyta stofugólfinu – Það sem leyndist undir teppinu kom þeim á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki vildi ekki sýna Ásu fljúga dróna því hún er kona

Fyrirtæki vildi ekki sýna Ásu fljúga dróna því hún er kona
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nökkvi Fjalar prófaði ofskynjunarsveppi eftir 7 daga föstu – „Ég fór inn í þetta með opnum hug“

Nökkvi Fjalar prófaði ofskynjunarsveppi eftir 7 daga föstu – „Ég fór inn í þetta með opnum hug“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað eiga þessir fjórir fjölmiðlamenn sameiginlegt – „Þú getur bætt við Geirmundi Valtýrssyni, Rúnari Júl og Ella í Jeff Who“

Hvað eiga þessir fjórir fjölmiðlamenn sameiginlegt – „Þú getur bætt við Geirmundi Valtýrssyni, Rúnari Júl og Ella í Jeff Who“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna fékk gögn frá barnasálfræðingnum sínum og sá hvað hún skrifaði – „Hún brást mér“

Erna fékk gögn frá barnasálfræðingnum sínum og sá hvað hún skrifaði – „Hún brást mér“